Trump tilkynnir um ákvörðun sína varðandi hernað í Afghanistan Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 23:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli. Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli.
Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira