Trump stefnir á skattabreytingar Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2017 22:41 Donald Trump í Springfield í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna. Hann sagði það nauðsynlegt að lækka skattbyrðina á verkafólk og fyrirtæki svo hægt væri að fjölga störfum. Þá þrýsti hann á þingmenn að standa sig í stykkinu. Forsetinn og Repúblikanar hafa enn ekki komið einum af sínum stóru málum í gegnum báðar deildir þingsins og hefur þrýstingur á að slíkt gerist aukist samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum. Skiljið þið? Skiljið þið? Þingið. Ég held að þingið stefni á endurkomu,“ sagði Trump við starfsmenn verksmiðju í Springfield í Missouri í dag. Frumvarp um skattalækkanir er enn í smíðum og Trump sagði ekkert um hverju hann stefndi að öðru en að lækka skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í fimmtán. Þingmenn hafa sagt að þeir myndu telja það heppni að geta lækkað skattinn í 25 prósent.Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar ólíklegt að þingið geti lokið við skattabreytingar á þessu ári. Þar að auki þykir ólíklegt að repúblikönum muni takast að breyta kerfinu. Þess í stað þykir líklegra að um einfalda skattalækkun verði að ræða.Yfirlýsingar forsetans varðandi skattalækkanir hafa verið gagnrýndar fyrir að þjóna hagsmunum þeirra ríkustu og fyrirtækja. Demókratar hafa gefið út að þeir muni ekki styðja við breytingar sem hagnist þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum.Þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eru sammála um að nauðsynlegt sé að einfalda skattakerfi ríkisins. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar áætlað að miðað við það sem Trump hefur sagt um sínar áætluðu breytingar muni um 40 prósent af skattalækkunum fara til eins prósents Bandaríkjamanna. Það er þeirra ríkustu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna. Hann sagði það nauðsynlegt að lækka skattbyrðina á verkafólk og fyrirtæki svo hægt væri að fjölga störfum. Þá þrýsti hann á þingmenn að standa sig í stykkinu. Forsetinn og Repúblikanar hafa enn ekki komið einum af sínum stóru málum í gegnum báðar deildir þingsins og hefur þrýstingur á að slíkt gerist aukist samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum. Skiljið þið? Skiljið þið? Þingið. Ég held að þingið stefni á endurkomu,“ sagði Trump við starfsmenn verksmiðju í Springfield í Missouri í dag. Frumvarp um skattalækkanir er enn í smíðum og Trump sagði ekkert um hverju hann stefndi að öðru en að lækka skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í fimmtán. Þingmenn hafa sagt að þeir myndu telja það heppni að geta lækkað skattinn í 25 prósent.Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar ólíklegt að þingið geti lokið við skattabreytingar á þessu ári. Þar að auki þykir ólíklegt að repúblikönum muni takast að breyta kerfinu. Þess í stað þykir líklegra að um einfalda skattalækkun verði að ræða.Yfirlýsingar forsetans varðandi skattalækkanir hafa verið gagnrýndar fyrir að þjóna hagsmunum þeirra ríkustu og fyrirtækja. Demókratar hafa gefið út að þeir muni ekki styðja við breytingar sem hagnist þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum.Þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eru sammála um að nauðsynlegt sé að einfalda skattakerfi ríkisins. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar áætlað að miðað við það sem Trump hefur sagt um sínar áætluðu breytingar muni um 40 prósent af skattalækkunum fara til eins prósents Bandaríkjamanna. Það er þeirra ríkustu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21
Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39