Fjáraustur úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins Þórólfur Matthíasson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar