Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey (efst t.v.) verður fastlega rætt á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Vísir Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Þetta er niðurstaða nefndarsviðs Alþingis sem vann minnisblað um málið í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum í nefndinni, fór fram á rökstuðning fyrir því á hvaða forsendum formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði hafnað því að hægt væri að ræða mál Roberts Downey. Sjá einnig:Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey „Það verður rætt efnislega. Það kom rökstuðningur frá nefndarsviði sem sagði að ég hefði í raun og veru metið þetta rétt, það er að okkur er auðvitað frjálst að spyrja um þetta einstaka mál en dómsmálaráðherra getur vísað í trúnað þegar við á. Það breytir því þó ekki að við megum ræða um mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali Vísi. Fundur allsherjar-og menntamálanefndar hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun þá koma fyrir fundinn og fara yfir þær reglur sem gilda um veitingu uppreistar æru en vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu varðandi það hvernig breyta má verklaginu og reglunum. Þá kemur Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, einnig á fundinn en hann hefur látið málið til sín taka að undanförnu og harðlega gagnrýnt málsmeðferðina alla, nú síðast í grein í Fréttablaðinu í gær. Robert Downey fékk uppreist æru þann 16. september í fyrra en málið komst í hámæli eftir að Hæstiréttur staðfesti í júní síðastliðnum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur í þriggja ári fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Þetta er niðurstaða nefndarsviðs Alþingis sem vann minnisblað um málið í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum í nefndinni, fór fram á rökstuðning fyrir því á hvaða forsendum formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði hafnað því að hægt væri að ræða mál Roberts Downey. Sjá einnig:Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey „Það verður rætt efnislega. Það kom rökstuðningur frá nefndarsviði sem sagði að ég hefði í raun og veru metið þetta rétt, það er að okkur er auðvitað frjálst að spyrja um þetta einstaka mál en dómsmálaráðherra getur vísað í trúnað þegar við á. Það breytir því þó ekki að við megum ræða um mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali Vísi. Fundur allsherjar-og menntamálanefndar hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun þá koma fyrir fundinn og fara yfir þær reglur sem gilda um veitingu uppreistar æru en vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu varðandi það hvernig breyta má verklaginu og reglunum. Þá kemur Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, einnig á fundinn en hann hefur látið málið til sín taka að undanförnu og harðlega gagnrýnt málsmeðferðina alla, nú síðast í grein í Fréttablaðinu í gær. Robert Downey fékk uppreist æru þann 16. september í fyrra en málið komst í hámæli eftir að Hæstiréttur staðfesti í júní síðastliðnum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur í þriggja ári fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30
Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15