Raddstýrða stríðið Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Smásölumarkaðurinn vestanhafs var heldur betur í sviðsljósinu í síðustu viku. Hluthafar Whole Foods samþykktu formlega að selja verslanakeðjuna til Amazon á ríflega 1.500 milljarða króna og nýju eigendurnir ætla strax að lækka vöruverð. Samdægurs bárust áhugaverð tíðindi frá Google. Frá og með síðari hluta september geta notendur snjallhátalarans Google Home keypt vörur frá stærsta smásala heims, Wal-Mart, með raddskipunum.Amazon með forystu Flestum ber saman um að samstarf Google og Wal-Mart sé svar við auknum umsvifum Amazon. Jeff Bezos og félagar hafa lagt ríka áherslu á þróun og sölu Amazon Echo snjallhátalara að undanförnu og nífaldaðist salan á síðasta ári. Echo hefur í dag tæplega þrisvar sinnum fleiri virka notendur en Google Home. Markmiðið er þó ekki eingöngu að selja sem flesta hátalara heldur að hagnast á notkuninni. Ljóst er að Amazon og Google telja raddstýrð innkaup spennandi markað og þó Amazon hafi hingað til verið mun meira áberandi í smásölu á vefnum er samstarfið við Wal-Mart afar stórt skref fyrir Google og markaðstorg þeirra, Google Express. Vörur Costco, Target, Walgreens, Toys R Us og fleiri risa hafa reyndar verið í boði á markaðstorginu (meira að segja Whole Foods) og frá því í febrúar hefur verið hægt að panta vörur með raddstýringu en með tilkomu Wal-Mart færist samkeppnin á annað plan.Næsta skref í vefverslun Það getur verið erfitt að átta sig á áhrifum aukinnar samkeppni en stundum er hægt að sjá vísbendingar í verðlagningu hlutabréfa. Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup Amazon á Whole Foods í byrjun sumars féllu hlutabréf Costco um 3% og um önnur 5% á miðvikudaginn þegar Amazon greindi frá verðlækkunum. Það er því ljóst að markaðurinn lítur svo á að taka þurfi vefverslun alvarlega. Ekkert er þó ennþá í boði hér heima. Google heyrir vissulega íslensku og getur skrifað niður talað mál, en gervigreind Google Assistant býður ekki enn upp á samskipti á tungumálinu frekar en Alexa (gervigreind Amazon), Cortana (Microsoft) og Siri (Apple). Íslenskir neytendur munu þó væntanlega ekki láta bjóða sér það til lengdar og munu nota þær lausnir sem í boði verða, hvort sem raddstýring tækja, verslunar, tónlistar og fleira verður á íslensku eða ensku.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Smásölumarkaðurinn vestanhafs var heldur betur í sviðsljósinu í síðustu viku. Hluthafar Whole Foods samþykktu formlega að selja verslanakeðjuna til Amazon á ríflega 1.500 milljarða króna og nýju eigendurnir ætla strax að lækka vöruverð. Samdægurs bárust áhugaverð tíðindi frá Google. Frá og með síðari hluta september geta notendur snjallhátalarans Google Home keypt vörur frá stærsta smásala heims, Wal-Mart, með raddskipunum.Amazon með forystu Flestum ber saman um að samstarf Google og Wal-Mart sé svar við auknum umsvifum Amazon. Jeff Bezos og félagar hafa lagt ríka áherslu á þróun og sölu Amazon Echo snjallhátalara að undanförnu og nífaldaðist salan á síðasta ári. Echo hefur í dag tæplega þrisvar sinnum fleiri virka notendur en Google Home. Markmiðið er þó ekki eingöngu að selja sem flesta hátalara heldur að hagnast á notkuninni. Ljóst er að Amazon og Google telja raddstýrð innkaup spennandi markað og þó Amazon hafi hingað til verið mun meira áberandi í smásölu á vefnum er samstarfið við Wal-Mart afar stórt skref fyrir Google og markaðstorg þeirra, Google Express. Vörur Costco, Target, Walgreens, Toys R Us og fleiri risa hafa reyndar verið í boði á markaðstorginu (meira að segja Whole Foods) og frá því í febrúar hefur verið hægt að panta vörur með raddstýringu en með tilkomu Wal-Mart færist samkeppnin á annað plan.Næsta skref í vefverslun Það getur verið erfitt að átta sig á áhrifum aukinnar samkeppni en stundum er hægt að sjá vísbendingar í verðlagningu hlutabréfa. Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup Amazon á Whole Foods í byrjun sumars féllu hlutabréf Costco um 3% og um önnur 5% á miðvikudaginn þegar Amazon greindi frá verðlækkunum. Það er því ljóst að markaðurinn lítur svo á að taka þurfi vefverslun alvarlega. Ekkert er þó ennþá í boði hér heima. Google heyrir vissulega íslensku og getur skrifað niður talað mál, en gervigreind Google Assistant býður ekki enn upp á samskipti á tungumálinu frekar en Alexa (gervigreind Amazon), Cortana (Microsoft) og Siri (Apple). Íslenskir neytendur munu þó væntanlega ekki láta bjóða sér það til lengdar og munu nota þær lausnir sem í boði verða, hvort sem raddstýring tækja, verslunar, tónlistar og fleira verður á íslensku eða ensku.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun