Án geðheilsu er engin heilsa Bára Friðriksdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar