Krefst tuga milljóna króna í skaðabætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 13:33 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðstandendur Arnars Jónssonar Aspar krefjast tug milljóna króna í skaðabætur frá Sveini. Vísir Barnsmóðir og sambýliskona Arnars Jónssonar Aspar, sem lést í kjölfar stórfelldrar líkamsárásar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal í júní síðastliðnum, krefst hátt í 50 milljóna króna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests Tryggvasonar sem ákærður er fyrir líkamsárásina á Arnar. Annars vegar gerir konan kröfu upp á tæpar 30 milljónir króna og hins vegar upp á rúmlega 18 milljónir króna fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Sveini Gesti sem gefin var út á fimmtudaginn í liðinni viku. Þar segir jafnframt að móðir Arnars krefjist fimm milljóna króna í miskabætur og þá krefst faðir hans bóta vegna útfarar og svo miskabóta, samtals um 1,7 milljónir króna.Kafnaði af völdum samverkandi þátta Fyrir hönd eldri dóttur Arnars gerir svo barnsmóðir hans kröfu um miskabætur að fjárhæð fimm milljónir króna sem og bætur vegna missis framfæranda að upphæð 1,3 milljónir króna. Samtals nema skaðabótakröfurnar í málinu því rúmum 60 milljónum króna. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars. Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Það olli svo því að hann kafnaði en kæfinguna má rekja til nokkurra samverkandi þátta, það er „einkenna æsingaóráðs, þeirrar þvinguðu frambeygðu stöðu sem hann var í með hendur fyrir aftan bak, þunga ákærða sem þrýsti á brjósthol hans aftanvert, hálstaks í langan tíma og mótspyrnu hans sjálfs,“ eins og segir í ákæru. Sama dag og ákæran var gefin út var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. september næstkomandi. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Barnsmóðir og sambýliskona Arnars Jónssonar Aspar, sem lést í kjölfar stórfelldrar líkamsárásar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal í júní síðastliðnum, krefst hátt í 50 milljóna króna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests Tryggvasonar sem ákærður er fyrir líkamsárásina á Arnar. Annars vegar gerir konan kröfu upp á tæpar 30 milljónir króna og hins vegar upp á rúmlega 18 milljónir króna fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Sveini Gesti sem gefin var út á fimmtudaginn í liðinni viku. Þar segir jafnframt að móðir Arnars krefjist fimm milljóna króna í miskabætur og þá krefst faðir hans bóta vegna útfarar og svo miskabóta, samtals um 1,7 milljónir króna.Kafnaði af völdum samverkandi þátta Fyrir hönd eldri dóttur Arnars gerir svo barnsmóðir hans kröfu um miskabætur að fjárhæð fimm milljónir króna sem og bætur vegna missis framfæranda að upphæð 1,3 milljónir króna. Samtals nema skaðabótakröfurnar í málinu því rúmum 60 milljónum króna. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars. Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Það olli svo því að hann kafnaði en kæfinguna má rekja til nokkurra samverkandi þátta, það er „einkenna æsingaóráðs, þeirrar þvinguðu frambeygðu stöðu sem hann var í með hendur fyrir aftan bak, þunga ákærða sem þrýsti á brjósthol hans aftanvert, hálstaks í langan tíma og mótspyrnu hans sjálfs,“ eins og segir í ákæru. Sama dag og ákæran var gefin út var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. september næstkomandi.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04