Mikið undir í kappræðum Merkel og Schulz Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. september 2017 23:29 Samkvæmt skoðunarkönnun ARD töldu 55% þeirra sem horfðu á kappræðurnar í kvöld Merkel hafa staðið sig betur. Vísir/AFP Angela Merkel og Martin Schulz mættust í sjónvarpskappræðum í kvöld sem verða jafnframt einu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Það lá ljóst fyrir að viðburðurinn væri veigamikið tækifæri fyrir Schulz til að fá kjósendur á sitt band en mikill háskaleikur fyrir Merkel. Merkel býður sig fram til að gegna embætti kanslara Þýskalands í fjórða kjörtímabilið í röð en hún var kjörin fyrst árið 2005. Flokkur hennar, Kristilegir demókratar, er líklegur sigurvegari kosninganna samkvæmt helstu skoðanakönnunum. Flokkur mótframbjóðanda hennar, SPD, eða Sósíal demókrataflokkur Þýskalands, þarf um tíu til fimmtán prósentustig til að ná flokki Merkel. Gengið er til kosninga eftir þrjár vikur.Mikilsráðandisjónvarpsviðburður Um helmingur Þjóðverja sagðist ætla að horfa á kappræðurnar samkvæmt niðurstöðum úr skoðanakönnunum Forsa Institute. Má því búast við að um fimmtán milljónir Þjóðverja hafi setið límdir við skjáinn í kvöld. Af þeim sem sögðust ætla að horfa sögðu 22% þeirra ætla að gera upp hug sinn út frá frammistöðu frambjóðendanna. Um var að ræða níutíu mínútna þátt þar sem þau voru spurð spjörunum úr af þáttastjórnendum. Þrátt fyrir fyrirkomulag þáttarins gafst þeim þó einnig tækifæri til að beina spurningum að hvort öðru.Merkel telur nauðsynlegt að Trump verði hafður með í ráðum þegar kemur að Norður-KóreuVísir/GettyTrump ekki til þess fallinn að finna lausn á Norður-Kóreu vandanumRætt var um ástandið á Kóreuskaganum og sagði Schulz að Trump væri ekki til þess fallinn að finna góða lausn á þessum deilum. „Við þurfum að vinna með öðrum bandamönnum okkar, eins og Kanadamönnum, til að leysa þetta mál,“ sagði Schulz. „Vandamálið við Trump er að við vitum aldrei hverju hann „tístir“ næst.“ Þá líkti hann Trump við Tyrklandsforseta, Recap Tayyip Erdogan, og færði rök fyrir því að báðir leiðtogar virtu lýðræðisleg gildi að vettugi í ákveðnum málum. Merkel svaraði spurningunni með því að að segja að ekki væri hægt að finna lausn á málinu án Bandaríkjaforseta. Þá sagðist hún einungis íhuga friðsamlega og diplómatíska lausn.Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný.Vísir/AFPFrambjóðendur tiltölulega sammála um TyrklandSchulz tók skýrari afstöðu gegn Erdogan en Merkel. Sagði hann að Evrópusambandið ætti að slíta viðræðum við Tyrkland um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust . Þá sagði hann Erdogan vera einræðisherra af verstu gerð. Merkel tók undir með Schulz hvað varðar viðræður Tyrklands við sambandið en nefndi þó að nauðsynlegt væri að halda áfram að ræða við Tyrkland og slíta ekki tengslum við landið.Flóttamannakrísan veigamikil í hugum kjósendaFlóttamannamálin voru hvað fyrirferðarmest í kappræðunum. Merkel hefur sætt talsverði gagnrýni fyrir að hleypa einni milljón flóttamanna inn í landið fyrir tveimur árum. Merkel sagði að það væri umfangsmikið verkefni að láta flóttamennina aðlagast þýsku samfélagi en taldi sig hafa gert rétt með að hleypa þessum fjölda inn í landið. Schulz gagnrýndi þá ákvörðun hennar og sagði að Merkel ætti ekki að hafa tekið þessa ákvörðun án stuðnings frá öðrum Evrópuríkjum. Schulz sagði jafnframt að það mætti ekki loka landamærum Evrópu en að margar áskoranir væru til staðar. „Aðlögun er verkefni heillar kynslóðar,“ sagði hann. Þá lofaði Schulz að hraða brottvísun þeirra flóttamanna sem höfðu ekki réttindi til að vera í Þýskalandi, en færði jafnframt rök gegn fjöldabrottvísunum.Tólf létust og tugir særðust þegar flutningabíl var ekið inn í jólamarkað á Breitscheidplatz í Berlín í desember á síðasta ári.Vísir/AFPÞjóðaröryggi og hryðjuverkaógnin„Við megum ekki verða vön því að hryðjuverk séu framin í landinu okkar,“ sagði Merkel þegar hún var spurð út í aukinn fjölda hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu. „Við þurfum að læra af mistökum okkar,“ bætti hún við. Schulz var sama sinnis og ítrekaði að Þýskaland þurfi að líta á hvernig er tekið á hryðjuverkaógninni. Merkel tók upp hanskann fyrir múslima í Þýskalandi og sagði að langflestir þeirra væru mikilvægir hlekkir í þýsku samfélagi. Þá sagði hún jafnframt að „íslamska samfélagið þyrfti að gera öllum ljóst að hryðjuverk í nafni íslam hefði ekkert með trúnna að gera.“Schulz talaði um að nýir íbúar Þýskalands sem kæmu frá múslimaríkjum hefðu ósjaldan önnur gildi en Þjóðverjar. Mikilvægast í aðlöguninni væri menntun og upplýst samfélag.Schulz ræddi við fjölmiðla eftir kappræðurnar.Vísir/AFPSchulz lagði ekki ríka áherslu á lykilatriðiÞýskir fjölmiðlar nefndu það fyrir kappræðurnar að það yrði mikilvægt fyrir Schulz að leggja áherslu á lífeyrismál, menntun og afvopnun til að stela atkvæðum frá mótframbjóðandanum. Sósíal-demókratinn lagði þó litla sem enga áherslu á þessi mál. Lífeyrismál voru varla nefnd og engin umræða var um menntun eða fjárframlög til Nato. Frambjóðendurnir fengu báðir tækifæri til að ávarpa þjóðina í lok þáttarins. „Við lifum á tímum breytinga og það er hlutverk kanslara Þýskalands að móta framtíðina,“ sagði Schulz. Merkel tók undir með Schulz og nefndi að fjölmörg ögrandi viðfangsefni fylgdu breyttum heimi, þá sérstaklega áskoranir sem snúa að stafrænum hagkerfum og félagslegri samheldni.55% töldu Merkel hafa staðið sig beturSamkvæmt skoðunarkönnun ARD töldu 55% þeirra sem horfðu á kappræðurnar í kvöld Merkel hafa staðið sig betur en 35% töldu Schulz hafa komið betur út. Einnig taldi meirihluti þeirra sem voru óákveðnir fyrir sjónvarpsviðburðinn Merkel hafa staðið sig mun betur. Þá töldu 54% Schulz hafa staðið sig betur en þau bjuggust við. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Angela Merkel og Martin Schulz mættust í sjónvarpskappræðum í kvöld sem verða jafnframt einu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Það lá ljóst fyrir að viðburðurinn væri veigamikið tækifæri fyrir Schulz til að fá kjósendur á sitt band en mikill háskaleikur fyrir Merkel. Merkel býður sig fram til að gegna embætti kanslara Þýskalands í fjórða kjörtímabilið í röð en hún var kjörin fyrst árið 2005. Flokkur hennar, Kristilegir demókratar, er líklegur sigurvegari kosninganna samkvæmt helstu skoðanakönnunum. Flokkur mótframbjóðanda hennar, SPD, eða Sósíal demókrataflokkur Þýskalands, þarf um tíu til fimmtán prósentustig til að ná flokki Merkel. Gengið er til kosninga eftir þrjár vikur.Mikilsráðandisjónvarpsviðburður Um helmingur Þjóðverja sagðist ætla að horfa á kappræðurnar samkvæmt niðurstöðum úr skoðanakönnunum Forsa Institute. Má því búast við að um fimmtán milljónir Þjóðverja hafi setið límdir við skjáinn í kvöld. Af þeim sem sögðust ætla að horfa sögðu 22% þeirra ætla að gera upp hug sinn út frá frammistöðu frambjóðendanna. Um var að ræða níutíu mínútna þátt þar sem þau voru spurð spjörunum úr af þáttastjórnendum. Þrátt fyrir fyrirkomulag þáttarins gafst þeim þó einnig tækifæri til að beina spurningum að hvort öðru.Merkel telur nauðsynlegt að Trump verði hafður með í ráðum þegar kemur að Norður-KóreuVísir/GettyTrump ekki til þess fallinn að finna lausn á Norður-Kóreu vandanumRætt var um ástandið á Kóreuskaganum og sagði Schulz að Trump væri ekki til þess fallinn að finna góða lausn á þessum deilum. „Við þurfum að vinna með öðrum bandamönnum okkar, eins og Kanadamönnum, til að leysa þetta mál,“ sagði Schulz. „Vandamálið við Trump er að við vitum aldrei hverju hann „tístir“ næst.“ Þá líkti hann Trump við Tyrklandsforseta, Recap Tayyip Erdogan, og færði rök fyrir því að báðir leiðtogar virtu lýðræðisleg gildi að vettugi í ákveðnum málum. Merkel svaraði spurningunni með því að að segja að ekki væri hægt að finna lausn á málinu án Bandaríkjaforseta. Þá sagðist hún einungis íhuga friðsamlega og diplómatíska lausn.Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný.Vísir/AFPFrambjóðendur tiltölulega sammála um TyrklandSchulz tók skýrari afstöðu gegn Erdogan en Merkel. Sagði hann að Evrópusambandið ætti að slíta viðræðum við Tyrkland um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust . Þá sagði hann Erdogan vera einræðisherra af verstu gerð. Merkel tók undir með Schulz hvað varðar viðræður Tyrklands við sambandið en nefndi þó að nauðsynlegt væri að halda áfram að ræða við Tyrkland og slíta ekki tengslum við landið.Flóttamannakrísan veigamikil í hugum kjósendaFlóttamannamálin voru hvað fyrirferðarmest í kappræðunum. Merkel hefur sætt talsverði gagnrýni fyrir að hleypa einni milljón flóttamanna inn í landið fyrir tveimur árum. Merkel sagði að það væri umfangsmikið verkefni að láta flóttamennina aðlagast þýsku samfélagi en taldi sig hafa gert rétt með að hleypa þessum fjölda inn í landið. Schulz gagnrýndi þá ákvörðun hennar og sagði að Merkel ætti ekki að hafa tekið þessa ákvörðun án stuðnings frá öðrum Evrópuríkjum. Schulz sagði jafnframt að það mætti ekki loka landamærum Evrópu en að margar áskoranir væru til staðar. „Aðlögun er verkefni heillar kynslóðar,“ sagði hann. Þá lofaði Schulz að hraða brottvísun þeirra flóttamanna sem höfðu ekki réttindi til að vera í Þýskalandi, en færði jafnframt rök gegn fjöldabrottvísunum.Tólf létust og tugir særðust þegar flutningabíl var ekið inn í jólamarkað á Breitscheidplatz í Berlín í desember á síðasta ári.Vísir/AFPÞjóðaröryggi og hryðjuverkaógnin„Við megum ekki verða vön því að hryðjuverk séu framin í landinu okkar,“ sagði Merkel þegar hún var spurð út í aukinn fjölda hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu. „Við þurfum að læra af mistökum okkar,“ bætti hún við. Schulz var sama sinnis og ítrekaði að Þýskaland þurfi að líta á hvernig er tekið á hryðjuverkaógninni. Merkel tók upp hanskann fyrir múslima í Þýskalandi og sagði að langflestir þeirra væru mikilvægir hlekkir í þýsku samfélagi. Þá sagði hún jafnframt að „íslamska samfélagið þyrfti að gera öllum ljóst að hryðjuverk í nafni íslam hefði ekkert með trúnna að gera.“Schulz talaði um að nýir íbúar Þýskalands sem kæmu frá múslimaríkjum hefðu ósjaldan önnur gildi en Þjóðverjar. Mikilvægast í aðlöguninni væri menntun og upplýst samfélag.Schulz ræddi við fjölmiðla eftir kappræðurnar.Vísir/AFPSchulz lagði ekki ríka áherslu á lykilatriðiÞýskir fjölmiðlar nefndu það fyrir kappræðurnar að það yrði mikilvægt fyrir Schulz að leggja áherslu á lífeyrismál, menntun og afvopnun til að stela atkvæðum frá mótframbjóðandanum. Sósíal-demókratinn lagði þó litla sem enga áherslu á þessi mál. Lífeyrismál voru varla nefnd og engin umræða var um menntun eða fjárframlög til Nato. Frambjóðendurnir fengu báðir tækifæri til að ávarpa þjóðina í lok þáttarins. „Við lifum á tímum breytinga og það er hlutverk kanslara Þýskalands að móta framtíðina,“ sagði Schulz. Merkel tók undir með Schulz og nefndi að fjölmörg ögrandi viðfangsefni fylgdu breyttum heimi, þá sérstaklega áskoranir sem snúa að stafrænum hagkerfum og félagslegri samheldni.55% töldu Merkel hafa staðið sig beturSamkvæmt skoðunarkönnun ARD töldu 55% þeirra sem horfðu á kappræðurnar í kvöld Merkel hafa staðið sig betur en 35% töldu Schulz hafa komið betur út. Einnig taldi meirihluti þeirra sem voru óákveðnir fyrir sjónvarpsviðburðinn Merkel hafa staðið sig mun betur. Þá töldu 54% Schulz hafa staðið sig betur en þau bjuggust við.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira