Nær glæpsamlegt að ekki megi bjóða fólki fyrirbyggjandi meðferðir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 19:09 Einn af hverjum 226 Íslendingum er með Lynch-heilkennið sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin er að mestu úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson segir nær glæpsamlegt að ekki megi nálgast fólk með banvæna sjúkdóma og bjóða fyrirbyggjandi meðferðir.Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um rannsókn Sigurdísar Haraldsdóttur aðstoðarprófessors í læknisfræði við Stanford-háskóla og hóp vísindamanna sem leiðir í ljós að algengi Lynch-heilkennisins á Íslandi sé það mesta sem fundist hefur. Einn af hverjum 226 er með heilkennið eða 0.442 prósent þjóðarinnar. Áætlað algengi í vestrænum ríkjum er 1 af 370 til 1 af 2.000. Heilkennið eykur mjög líkurnar á ristil-, endaþarms og legbolskrabbameini en er einnig tengt krabbameini í eggjastokkum, smáþörmum og heila. Við rannsóknina var gríðarlegt magn erfðaupplýsinga úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar notað. Í viðtalinu kallar Sigurdís eftir því að þessar upplýsingar verði innleiddar í almenna heilbrigðisþjónustu. Það er nokkuð sem Kári Stefánsson hefur lagt til síðastliðin ár. Að nálgast megi einstaklinga sem eiga í mikilli hættu á að fá ýmsa banvæna sjúkdóma og lengja líf þeirra. „Mér finnst að það sé á mörkum þess að vera glæpsamlegt að nýta sér ekki þá möguleika að finna þá sem eru í svona mikilli hættu," segir hann. Samkvæmt lögum má Íslensk erfðagreining ekki nálgast þetta fólk. „Við vitum ekki hverjir þessir einstaklingar eru en gætum fundið þá með því að nýta gögn sem liggja hjá Íslenskri erfðagreiningu en það verður ekki gert nema með leyfi og vilja yfirvalda. Persónueinkenni eru dulkóðuð en með því að taka þá ákvörðun sem samfélag að nálgast þetta fólk þá gæti þetta samfélag gert það," segir Kári. Viðræður eru við Landspítala, Persónuvernd og Vísindasiðanefnd um hvernig bregðast eigi við ef fólk óskar eftir upplýsingum sjálft en Kári bendir á að margir gangi um grunlausir og detti ekki í hug að kanna málið. „Við erum búin að vinna grundvallarvinnuna en spurningin er hvort við viljum taka þetta á næsta stig. Að hætta að vinna eingöngu að uppgötvunum til að hreykja okkur af og fara að nota þetta til að gagnast fólkinu í landinu.“ Tengdar fréttir Einn af hverjum 226 Íslendingum með Lynch-heilkenni Fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi varpar ljósi á algengi arfgengrar stökkbreytingar sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Niðurstaðan er mesta algengi sem hefur verið lýst eða 0,442% af íslensku þjóðinni. 2. september 2017 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Einn af hverjum 226 Íslendingum er með Lynch-heilkennið sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin er að mestu úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson segir nær glæpsamlegt að ekki megi nálgast fólk með banvæna sjúkdóma og bjóða fyrirbyggjandi meðferðir.Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um rannsókn Sigurdísar Haraldsdóttur aðstoðarprófessors í læknisfræði við Stanford-háskóla og hóp vísindamanna sem leiðir í ljós að algengi Lynch-heilkennisins á Íslandi sé það mesta sem fundist hefur. Einn af hverjum 226 er með heilkennið eða 0.442 prósent þjóðarinnar. Áætlað algengi í vestrænum ríkjum er 1 af 370 til 1 af 2.000. Heilkennið eykur mjög líkurnar á ristil-, endaþarms og legbolskrabbameini en er einnig tengt krabbameini í eggjastokkum, smáþörmum og heila. Við rannsóknina var gríðarlegt magn erfðaupplýsinga úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar notað. Í viðtalinu kallar Sigurdís eftir því að þessar upplýsingar verði innleiddar í almenna heilbrigðisþjónustu. Það er nokkuð sem Kári Stefánsson hefur lagt til síðastliðin ár. Að nálgast megi einstaklinga sem eiga í mikilli hættu á að fá ýmsa banvæna sjúkdóma og lengja líf þeirra. „Mér finnst að það sé á mörkum þess að vera glæpsamlegt að nýta sér ekki þá möguleika að finna þá sem eru í svona mikilli hættu," segir hann. Samkvæmt lögum má Íslensk erfðagreining ekki nálgast þetta fólk. „Við vitum ekki hverjir þessir einstaklingar eru en gætum fundið þá með því að nýta gögn sem liggja hjá Íslenskri erfðagreiningu en það verður ekki gert nema með leyfi og vilja yfirvalda. Persónueinkenni eru dulkóðuð en með því að taka þá ákvörðun sem samfélag að nálgast þetta fólk þá gæti þetta samfélag gert það," segir Kári. Viðræður eru við Landspítala, Persónuvernd og Vísindasiðanefnd um hvernig bregðast eigi við ef fólk óskar eftir upplýsingum sjálft en Kári bendir á að margir gangi um grunlausir og detti ekki í hug að kanna málið. „Við erum búin að vinna grundvallarvinnuna en spurningin er hvort við viljum taka þetta á næsta stig. Að hætta að vinna eingöngu að uppgötvunum til að hreykja okkur af og fara að nota þetta til að gagnast fólkinu í landinu.“
Tengdar fréttir Einn af hverjum 226 Íslendingum með Lynch-heilkenni Fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi varpar ljósi á algengi arfgengrar stökkbreytingar sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Niðurstaðan er mesta algengi sem hefur verið lýst eða 0,442% af íslensku þjóðinni. 2. september 2017 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Einn af hverjum 226 Íslendingum með Lynch-heilkenni Fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi varpar ljósi á algengi arfgengrar stökkbreytingar sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Niðurstaðan er mesta algengi sem hefur verið lýst eða 0,442% af íslensku þjóðinni. 2. september 2017 12:45