Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 13:34 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heildarfjárframlög sem heyra undir dómsmálaráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5 prósent af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stór skref Haft er eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að öryggi landsmanna sé forgangsmál. Undir öryggismál falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum fimmtíu milljörðum króna. Það er 12,7 prósent hækkun frá fjárlögum ársins 2025. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir um þriðjungslækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Fjárveitingar í málaflokknum verða 6,5 milljarðar árið 2026, samanborið við 9,5 milljarða á árinu 2025. „Við erum að stíga stór skref til að ná útgjöldum niður. Nú er gert ráð fyrir 6,5 milljörðum árið 2026 í þessum málaflokki sem er 30 prósent lækkun frá fjárlögum 2025, og næstum 60 prósent lækkun frá raunkostnaði síðasta árs. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, þetta gerist með skýrri stefnu og með því að hafa stjórn á aðstæðum,“ er haft eftir Þorbjörgu. Brottfararstöð og fleiri lögreglumenn Þorbjörg kynnti í sumar aðgerðir í útlendingamálum í kjölfar ítarlegrar greiningar ráðuneytisins á stöðu dvalarleyfa á Íslandi. Þorbjörg ráðgerir að leggja fram fimm frumvörp á nýju þingi í málaflokknum. Meðal annars um hert skilyrði vegna umsókna um dvalarleyfi ásamt frumvarpi sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Loks segir í tilkynningu að meðal helstu verkefna fram undan séu fjölgun lögreglumanna um fimmtíu og stofnun brottfararstöðvar sem verði notuð sem lokaúrræði þegar brottvísa á útlendingi sem neitar samvinnu. Þá sé gert ráð fyrir viðbótarfjárframlagi til Fangelsismálastofnunar upp á 230 milljónir króna, meðal annars til að tryggja aukið öryggi starfsfólks og fanga. Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heildarfjárframlög sem heyra undir dómsmálaráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5 prósent af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stór skref Haft er eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að öryggi landsmanna sé forgangsmál. Undir öryggismál falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum fimmtíu milljörðum króna. Það er 12,7 prósent hækkun frá fjárlögum ársins 2025. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir um þriðjungslækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Fjárveitingar í málaflokknum verða 6,5 milljarðar árið 2026, samanborið við 9,5 milljarða á árinu 2025. „Við erum að stíga stór skref til að ná útgjöldum niður. Nú er gert ráð fyrir 6,5 milljörðum árið 2026 í þessum málaflokki sem er 30 prósent lækkun frá fjárlögum 2025, og næstum 60 prósent lækkun frá raunkostnaði síðasta árs. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, þetta gerist með skýrri stefnu og með því að hafa stjórn á aðstæðum,“ er haft eftir Þorbjörgu. Brottfararstöð og fleiri lögreglumenn Þorbjörg kynnti í sumar aðgerðir í útlendingamálum í kjölfar ítarlegrar greiningar ráðuneytisins á stöðu dvalarleyfa á Íslandi. Þorbjörg ráðgerir að leggja fram fimm frumvörp á nýju þingi í málaflokknum. Meðal annars um hert skilyrði vegna umsókna um dvalarleyfi ásamt frumvarpi sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Loks segir í tilkynningu að meðal helstu verkefna fram undan séu fjölgun lögreglumanna um fimmtíu og stofnun brottfararstöðvar sem verði notuð sem lokaúrræði þegar brottvísa á útlendingi sem neitar samvinnu. Þá sé gert ráð fyrir viðbótarfjárframlagi til Fangelsismálastofnunar upp á 230 milljónir króna, meðal annars til að tryggja aukið öryggi starfsfólks og fanga.
Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira