Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 11:09 Masha Alekhina á sviði í Sviss árið 2022. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í maí 2023. EPA/GEORGIOS KEFALAS Rússneskur dómstóll hefur dæmt nokkra meðlimi listahópsins Pussy Riot til langrar fangelsisvistar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Þar á meðal er Mariia Alekhina, eða Masha, sem er íslenskur ríkisborgari. Fimm konur voru dæmdar í morgun en engin þeirra er í Rússlandi. Auk Möshu voru einnig dæmdar þær Taso Pletner, Diana Burkot, Alina Petrova og Olga Borisova. Masha var dæmd til þrettán ára vistar í fanganýlendu. Pletner fékk ellefu ára dóm en Burkot Petrova og Borisova fengu átta ára dóm. Þær mega einnig samkvæmt dómnum ekki stýra netsíðum í fjögur til fimm ár, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessar fjórar konur úr Pussy Riot voru dæmdar til fangelsisvistar í Rússlandi í morgun. Frá vinstri: Olga Borisova, Masha Alekhina,Diana Burkot og Taso Pletner. Á myndina vantar Alinu Petrova.Vísir/Ívar Þær voru ákærðar vegna tónlistarmyndbands sem þær gáfu út í desember 2022, þar sem þær gagnrýndu innrás Rússa í Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna þar. Einnig voru Alekhina, Pletnar og Petrova ákærðar fyrir að segja ósatt um árásir rússneskra hermanna á Maríupól þegar þær voru á mótmælum í Þýskalandi í apríl 2024. Sjá einnig: Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Masha og tveir aðrir meðlimir Pussy Riot voru árið 2012 dæmdar í fangelsi í Rússlandi fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu og þekkir hún hvernig það er að sitja inn þar í landi. „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2023. Mikið notuð lög Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Sjá einnig: Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Moscow Times sagði frá því í vor að eftir að konurnar fimm sem dæmdar voru í morgun voru ákærðar hafi lögregluþjónar gert húsleit á heimilum ættingja þeirra. Meðal annars hefðu lögregluþjónar leitað á heimilum foreldra nokkurra þeirra og tekið síma og önnur raftæki til skoðunar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Auk Möshu voru einnig dæmdar þær Taso Pletner, Diana Burkot, Alina Petrova og Olga Borisova. Masha var dæmd til þrettán ára vistar í fanganýlendu. Pletner fékk ellefu ára dóm en Burkot Petrova og Borisova fengu átta ára dóm. Þær mega einnig samkvæmt dómnum ekki stýra netsíðum í fjögur til fimm ár, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessar fjórar konur úr Pussy Riot voru dæmdar til fangelsisvistar í Rússlandi í morgun. Frá vinstri: Olga Borisova, Masha Alekhina,Diana Burkot og Taso Pletner. Á myndina vantar Alinu Petrova.Vísir/Ívar Þær voru ákærðar vegna tónlistarmyndbands sem þær gáfu út í desember 2022, þar sem þær gagnrýndu innrás Rússa í Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna þar. Einnig voru Alekhina, Pletnar og Petrova ákærðar fyrir að segja ósatt um árásir rússneskra hermanna á Maríupól þegar þær voru á mótmælum í Þýskalandi í apríl 2024. Sjá einnig: Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Masha og tveir aðrir meðlimir Pussy Riot voru árið 2012 dæmdar í fangelsi í Rússlandi fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu og þekkir hún hvernig það er að sitja inn þar í landi. „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2023. Mikið notuð lög Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Sjá einnig: Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Moscow Times sagði frá því í vor að eftir að konurnar fimm sem dæmdar voru í morgun voru ákærðar hafi lögregluþjónar gert húsleit á heimilum ættingja þeirra. Meðal annars hefðu lögregluþjónar leitað á heimilum foreldra nokkurra þeirra og tekið síma og önnur raftæki til skoðunar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53
Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36
Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31