Lavrov heitir harkalegum viðbrögðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2017 14:28 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/EPA Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heitir því að stjórnvöld Rússlands muni bregðast harkalega við aðgerðum Bandaríkjanna, sem ætlað sé að valda Rússlandi skaða. Þetta sagði ráðherrann degi eftir að yfirvöld Bandaríkjanna skipuðu Rússum að loka þremur starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum. Lavrov kvartaði einnig yfir því að þeir hefðu einungis fengið 48 klukkustundir til að fylgja tilmælum ráðamanna í Washington.Sjá einnig: Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum „Við munum bregðast við um leið og við ljúkum greiningu okkar,“ sagði Lavrov við rússneska nemendur í dag, samkvæmt frétt Reuters. Lavrov bætti við að hann vildi segja nemendunum alla söguna um samskipti Bandaríkjanna og þær refisaðgerðir sem hafa farið ríkjanna á milli á udanförnum árum. „Það var ríkisstjórn Obama sem byrjaði til að grafa undan samskiptum ríkjanna og til að koma í veg fyrir að Trump gæti komið uppbyggilegum hugmyndum sínum í verk og staðið við kosningaloforð sín,“ sagði Lavrov.Aðgerðirnar hófust 2014 Þau ummæli ráðherrans eru þó ekki rétt. Ríkisstjórn Barack Obama, í samvinnu með Evrópusambandinu, beitti Rússum refsiaðgerðum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 og hernaðaraðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa svo jafnvel verið hertar síðan. Það var svo í desember í fyrra sem ríkisstjórn Obama lét reka 35 rússneska erindreka og njósnara frá Bandaríkjunum eftir að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hjálpa Donald Trump. Lavrov hélt því einnig fram í dag, samkvæmt fréttaveitunni Tass, að þingmenn í Bandaríkjunum stæðu að baki aðgerðunum gegn Rússlandi. Markmið þeirra væri að grafa undan ríkisstjórn Donald Trump.(Uppfært: Í fyrstu stóð hér að ofan að Lavrov væri utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það voru mistök og hefur það verið lagað.) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heitir því að stjórnvöld Rússlands muni bregðast harkalega við aðgerðum Bandaríkjanna, sem ætlað sé að valda Rússlandi skaða. Þetta sagði ráðherrann degi eftir að yfirvöld Bandaríkjanna skipuðu Rússum að loka þremur starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum. Lavrov kvartaði einnig yfir því að þeir hefðu einungis fengið 48 klukkustundir til að fylgja tilmælum ráðamanna í Washington.Sjá einnig: Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum „Við munum bregðast við um leið og við ljúkum greiningu okkar,“ sagði Lavrov við rússneska nemendur í dag, samkvæmt frétt Reuters. Lavrov bætti við að hann vildi segja nemendunum alla söguna um samskipti Bandaríkjanna og þær refisaðgerðir sem hafa farið ríkjanna á milli á udanförnum árum. „Það var ríkisstjórn Obama sem byrjaði til að grafa undan samskiptum ríkjanna og til að koma í veg fyrir að Trump gæti komið uppbyggilegum hugmyndum sínum í verk og staðið við kosningaloforð sín,“ sagði Lavrov.Aðgerðirnar hófust 2014 Þau ummæli ráðherrans eru þó ekki rétt. Ríkisstjórn Barack Obama, í samvinnu með Evrópusambandinu, beitti Rússum refsiaðgerðum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 og hernaðaraðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa svo jafnvel verið hertar síðan. Það var svo í desember í fyrra sem ríkisstjórn Obama lét reka 35 rússneska erindreka og njósnara frá Bandaríkjunum eftir að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hjálpa Donald Trump. Lavrov hélt því einnig fram í dag, samkvæmt fréttaveitunni Tass, að þingmenn í Bandaríkjunum stæðu að baki aðgerðunum gegn Rússlandi. Markmið þeirra væri að grafa undan ríkisstjórn Donald Trump.(Uppfært: Í fyrstu stóð hér að ofan að Lavrov væri utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það voru mistök og hefur það verið lagað.)
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira