Arnór Ingvi: Höfum farið yfir hversu heppnir við vorum Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 13:00 Arnór Ingvi er spenntur fyrir leiknum í Finnlandi. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar, en Króatía og Ísland eru á toppi I-riðils bæði með 13 stig. Finnarnir eru í næst neðsta sæti riðilsins með eitt stig. „Þetta var mjög erfið síðast. Þeir eru mjög sterkir og sterkari en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Arnór Ingvi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, á æfingu landsliðsins í gær. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og spila hjá mjög sterkum félagsliðum. Ég býst við mjög erfiðum leik gegn Finnunum." Ísland vann dramatískan sigur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði með 3-2 sigri okkar manna, en þar komu tvö mörk í uppbótartíma. „Auðvitað væri maður til í að þetta yrði þægilegt, en við vitum að þetta verður ekki svo. Þeir munu setja pressu á okkur og munu taka hart á okkur. Þetta er aftast í hausnum á þeim fyrri leikurinn." „Við höfum alveg farið yfir hversu heppnir við vorum síðast, en aftur á móti þá erum við mjög sterkir í þessum föstu leikatriðum. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum sem eru hærri í loftinu svo þetta situr í þeim." Arnór Ingvi gekk í sumar í raðir AEK Aþenu í Grikklandi, en hann kom þaðan á láni frá Rapid Wien. Keflvíkingnum líkar vel þar. „Mér líður mjög vel í Grikklandi. Lífið er mjög gott og það er gott að vera þarna, en svo er maður að kynnast fótboltanum aðeins betur." „Þetta er nýtt fyrir manni og það eru tveir til þrír í samkeppni um hverja stöðu. Þetta er stór hópur og maður er að koma meira og meira inn í þetta." „Ég er hugsaður sem alls staðar í kringum framherjann. Það er bara að leggja hart að sér og sjá hvað þjálfarinn vill nota mann í." Grikkirnir eru þekktir fyrir mikla ástríðu á pöllunum og Arnór segist strax vera búinn að taka eftir því. „Þeir er blóðheitir og það fer ekkert framhjá neinum. Maður sá það strax þegar maður mætti á flugvellinum að þeir eru blóðheitir. Þú getur verið kóngurinn einn dag og lúserinn þann næsta," sagði Arnór Ingvi að lokum í Finnlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar, en Króatía og Ísland eru á toppi I-riðils bæði með 13 stig. Finnarnir eru í næst neðsta sæti riðilsins með eitt stig. „Þetta var mjög erfið síðast. Þeir eru mjög sterkir og sterkari en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Arnór Ingvi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, á æfingu landsliðsins í gær. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og spila hjá mjög sterkum félagsliðum. Ég býst við mjög erfiðum leik gegn Finnunum." Ísland vann dramatískan sigur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði með 3-2 sigri okkar manna, en þar komu tvö mörk í uppbótartíma. „Auðvitað væri maður til í að þetta yrði þægilegt, en við vitum að þetta verður ekki svo. Þeir munu setja pressu á okkur og munu taka hart á okkur. Þetta er aftast í hausnum á þeim fyrri leikurinn." „Við höfum alveg farið yfir hversu heppnir við vorum síðast, en aftur á móti þá erum við mjög sterkir í þessum föstu leikatriðum. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum sem eru hærri í loftinu svo þetta situr í þeim." Arnór Ingvi gekk í sumar í raðir AEK Aþenu í Grikklandi, en hann kom þaðan á láni frá Rapid Wien. Keflvíkingnum líkar vel þar. „Mér líður mjög vel í Grikklandi. Lífið er mjög gott og það er gott að vera þarna, en svo er maður að kynnast fótboltanum aðeins betur." „Þetta er nýtt fyrir manni og það eru tveir til þrír í samkeppni um hverja stöðu. Þetta er stór hópur og maður er að koma meira og meira inn í þetta." „Ég er hugsaður sem alls staðar í kringum framherjann. Það er bara að leggja hart að sér og sjá hvað þjálfarinn vill nota mann í." Grikkirnir eru þekktir fyrir mikla ástríðu á pöllunum og Arnór segist strax vera búinn að taka eftir því. „Þeir er blóðheitir og það fer ekkert framhjá neinum. Maður sá það strax þegar maður mætti á flugvellinum að þeir eru blóðheitir. Þú getur verið kóngurinn einn dag og lúserinn þann næsta," sagði Arnór Ingvi að lokum í Finnlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00