Bráðnun jökla ógnar drykkjarvatni milljóna manna Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 11:08 Hundruð milljóna manna reiða sig á drykkjarvatn úr fljótum eins og Ganges sem eiga upptök sín í fjöllum Asíu. Vísir/AFP Spár gera ráð fyrir að jöklar í fjöllum Asíu skreppi saman um þriðjung fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hvarf jöklanna ógnar milljónum Asíubúa sem reiða sig á ferskvatn frá þeim. Jöklar í fjallgörðum Asíu eru stærsti forði ferskvatns á jörðinni fyrir utan heimsskautin tvö. Þeir sjá nokkrum stærstu fljótum jarðar fyrir vatni, þar á meðal Ganges, Indus og Brahmaputra sem hundruð milljóna manna reiða sig á. Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í síðustu viku kemur fram að jafnvel þó að miðað sé við að jarðarbúum takist á einhvern hátt að halda hlýnun innan við 1,5°C muni asísku jöklarnir missa um 36% massa síns fyrir 2100.Massatapið enn meira með meiri hlýnunMarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 2°C miðað við fyrir iðnbyltinguna og innan við 1,5°C ef mögulegt er. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir þó í að hlýnunin verði mun meiri.Hættan á flóðum eykst eftir því sem bráðnun jökla ágerist. Þegar á líður mun þó draga úr rennsli jökuláa sem sjá milljónum fyrir drykkjarvatni.Vísir/AFPNái hlýnun jarðar 3,5°C, 4°C eða jafnvel 6°C munu jöklar Asíu missa 49%, 51% eða 65% massa síns fyrir aldarlok. „Jafnvel þó að hitastigið jafnist út við núverandi gildi mun massatapið halda áfram um ókomna áratugi,“ segja vísindamennirnir sem standa að rannsókninni, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian. Vatnsskortur er ekki eina hættan sem bráðnun jöklanna hefur í för með sér fyrir íbúa í skugga fjallanna. Hættan á kröftugum hlaupum í jökulánum eykst þegar þeir bráðna hraðar. Sú flóðahætta bætist ofan á þá sem skapast af meiri úrkomu úr öflugari stormum í hlýnandi heimi. Varað var við djúpstæðum áhrifum bráðnunar jökla á jörðinni í annarri rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði og tveir íslenskir fræðimenn áttu þátt í. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Spár gera ráð fyrir að jöklar í fjöllum Asíu skreppi saman um þriðjung fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hvarf jöklanna ógnar milljónum Asíubúa sem reiða sig á ferskvatn frá þeim. Jöklar í fjallgörðum Asíu eru stærsti forði ferskvatns á jörðinni fyrir utan heimsskautin tvö. Þeir sjá nokkrum stærstu fljótum jarðar fyrir vatni, þar á meðal Ganges, Indus og Brahmaputra sem hundruð milljóna manna reiða sig á. Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í síðustu viku kemur fram að jafnvel þó að miðað sé við að jarðarbúum takist á einhvern hátt að halda hlýnun innan við 1,5°C muni asísku jöklarnir missa um 36% massa síns fyrir 2100.Massatapið enn meira með meiri hlýnunMarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 2°C miðað við fyrir iðnbyltinguna og innan við 1,5°C ef mögulegt er. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir þó í að hlýnunin verði mun meiri.Hættan á flóðum eykst eftir því sem bráðnun jökla ágerist. Þegar á líður mun þó draga úr rennsli jökuláa sem sjá milljónum fyrir drykkjarvatni.Vísir/AFPNái hlýnun jarðar 3,5°C, 4°C eða jafnvel 6°C munu jöklar Asíu missa 49%, 51% eða 65% massa síns fyrir aldarlok. „Jafnvel þó að hitastigið jafnist út við núverandi gildi mun massatapið halda áfram um ókomna áratugi,“ segja vísindamennirnir sem standa að rannsókninni, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian. Vatnsskortur er ekki eina hættan sem bráðnun jöklanna hefur í för með sér fyrir íbúa í skugga fjallanna. Hættan á kröftugum hlaupum í jökulánum eykst þegar þeir bráðna hraðar. Sú flóðahætta bætist ofan á þá sem skapast af meiri úrkomu úr öflugari stormum í hlýnandi heimi. Varað var við djúpstæðum áhrifum bráðnunar jökla á jörðinni í annarri rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði og tveir íslenskir fræðimenn áttu þátt í.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00