Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 09:03 Manafort (f.m.) hefur um árabil verið málafylgjumaður fyrir erlend stjórnvöld í Washington. Vísir/AFP Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27