Hefur áhyggjur af því hversu létt það var fyrir samstarfsflokkana að hlaupast undan ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 09:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann beinir orðum sínum að samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjartri framtíð. Í stöðuuppfærslunni segir Jón ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið ágætlega og oft hafi þurft að gera málamiðlanir til að láta það ganga upp. „Og þannig höfum við Sjálfstæðismenn á þingi farið út fyrir þægindarammann í nokkrum málum sem samstarfsflokkar okkar hafa lagt áherslu á. Allt í þágu þess að viðhalda stöðugleika í landinu þar sem mikilvægt er að ekki sé pólitísk óvissa,“ skrifar Jón. Hann segir ríkar ábyrgðarskyldur á þingmönnum sem Sjálfstæðismenn hafa ekki vikist undan. „Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi. Fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu, mjög mikilvægir kjarasamningar eru á dagskrá, málefni sauðfjárbænda í miklu uppnámi, miklir erfiðleikar hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum, uppbygging atvinnulífs víða á landsbyggðinni í tengslum við laxeldi í óvissu og svo má lengi telja,“ skrifar Jón og bendir á að við þessar aðstæður hafi Viðreisn og Björt framtíð ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Jón bendir á að kosningabarátta sé fyrir höndum með tilheyrandi kostnaði sem gæti hlaupið á milljörðum króna ef allt er talið með. Að hans mati er það slæm meðhöndlun á almannafé. „Ég hef fundað með Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi um helgina og heyrt í fjölda félaga okkar um allt land. Sjálfstæðismenn munu axla sína ábyrð af festu og heiðarleika. Um allt land eru félagar okkar strax farin að undirbúa vinnuna, sterk grasrót sem af hugsjón hliðrar til í sínum daglegu verkum til að geta lagt hönd á plóg. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessari sterku sveit kvenna og manna. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verður enn og aftur sú kjölfesta í Íslenskri pólitík sem nauðsynleg er fyrir land og þjóð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann beinir orðum sínum að samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjartri framtíð. Í stöðuuppfærslunni segir Jón ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið ágætlega og oft hafi þurft að gera málamiðlanir til að láta það ganga upp. „Og þannig höfum við Sjálfstæðismenn á þingi farið út fyrir þægindarammann í nokkrum málum sem samstarfsflokkar okkar hafa lagt áherslu á. Allt í þágu þess að viðhalda stöðugleika í landinu þar sem mikilvægt er að ekki sé pólitísk óvissa,“ skrifar Jón. Hann segir ríkar ábyrgðarskyldur á þingmönnum sem Sjálfstæðismenn hafa ekki vikist undan. „Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi. Fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu, mjög mikilvægir kjarasamningar eru á dagskrá, málefni sauðfjárbænda í miklu uppnámi, miklir erfiðleikar hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum, uppbygging atvinnulífs víða á landsbyggðinni í tengslum við laxeldi í óvissu og svo má lengi telja,“ skrifar Jón og bendir á að við þessar aðstæður hafi Viðreisn og Björt framtíð ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Jón bendir á að kosningabarátta sé fyrir höndum með tilheyrandi kostnaði sem gæti hlaupið á milljörðum króna ef allt er talið með. Að hans mati er það slæm meðhöndlun á almannafé. „Ég hef fundað með Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi um helgina og heyrt í fjölda félaga okkar um allt land. Sjálfstæðismenn munu axla sína ábyrð af festu og heiðarleika. Um allt land eru félagar okkar strax farin að undirbúa vinnuna, sterk grasrót sem af hugsjón hliðrar til í sínum daglegu verkum til að geta lagt hönd á plóg. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessari sterku sveit kvenna og manna. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verður enn og aftur sú kjölfesta í Íslenskri pólitík sem nauðsynleg er fyrir land og þjóð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56