Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 09:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn í afneitun um stöðu mála. Vísir/Anton Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn. Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn í bullandi afneitun um stöðu flokksins. „Þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst. Fólk er ennþá bara að meðtaka þetta. þessar fréttir komu á miðnætti í gær. Ég er ennþá bara í talsverðu áfalli eftir að hafa heyrt þetta. Ég átti ekki von á þessu, ekki í þessari mynd þótt að mér finnist þetta rétt ákvörðun hjá Bjartri framtíð,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Bæði Þórhildur Sunna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segja að rökrétt næsta skref sé að fólk tali saman á þingi og rjúki ekki til kosninga. „Við höfum allavega ákveðið að við erum opin fyrir því að tala við alla og sjá hvað er rétt í stöðunni að gera. Við viljum ekki rjúka af stað og gefast upp strax og segja kosningar strax,“ segir Þórhildur Sunna.Mikilvægt að afgreiða fjárlög „Okkur finnst eðlilegt núna þegar staðan er jafn óviss og hún er að við fyrst prófum bara að tala saman og athuga hvort það sé flötur fyrir þessu fimm flokka samstarfi eða minnihlutastjórn eða einhverju slíku. Það er náttúrulega fjárlagavinna fram undan. Það var rosalega slæmt í fyrra að hafa svona stuttan tíma og það er líka verra að ætla að vinna fjárlög án þess að það sé meirihluti með skýrt umboð til að vinna þess vinnu. þannig að þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst.“ Þórhildur Sunna sagði í Kastljósi í gærkvöldi að rökstuddur grunur væri uppi um að dómsmálaráðherra hefði misbeitt valdi sínu. Hún segir að Sjálfstæðismenn villi fyrir umræðunni um uppreist æru. „Mér sýnist þau bara vera í bullandi afneitun um sinn þátt í þessu máli. Þau þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og þau neita gjörsamlega að gera það. Þau skýla sér á bak við upplýsingalög og annað slíkt sem mér finnst ótrúlegt í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar. Mér finnst þau vera að villa um fyrir umræðunni.“Birgitta ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn. Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn í bullandi afneitun um stöðu flokksins. „Þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst. Fólk er ennþá bara að meðtaka þetta. þessar fréttir komu á miðnætti í gær. Ég er ennþá bara í talsverðu áfalli eftir að hafa heyrt þetta. Ég átti ekki von á þessu, ekki í þessari mynd þótt að mér finnist þetta rétt ákvörðun hjá Bjartri framtíð,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Bæði Þórhildur Sunna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segja að rökrétt næsta skref sé að fólk tali saman á þingi og rjúki ekki til kosninga. „Við höfum allavega ákveðið að við erum opin fyrir því að tala við alla og sjá hvað er rétt í stöðunni að gera. Við viljum ekki rjúka af stað og gefast upp strax og segja kosningar strax,“ segir Þórhildur Sunna.Mikilvægt að afgreiða fjárlög „Okkur finnst eðlilegt núna þegar staðan er jafn óviss og hún er að við fyrst prófum bara að tala saman og athuga hvort það sé flötur fyrir þessu fimm flokka samstarfi eða minnihlutastjórn eða einhverju slíku. Það er náttúrulega fjárlagavinna fram undan. Það var rosalega slæmt í fyrra að hafa svona stuttan tíma og það er líka verra að ætla að vinna fjárlög án þess að það sé meirihluti með skýrt umboð til að vinna þess vinnu. þannig að þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst.“ Þórhildur Sunna sagði í Kastljósi í gærkvöldi að rökstuddur grunur væri uppi um að dómsmálaráðherra hefði misbeitt valdi sínu. Hún segir að Sjálfstæðismenn villi fyrir umræðunni um uppreist æru. „Mér sýnist þau bara vera í bullandi afneitun um sinn þátt í þessu máli. Þau þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og þau neita gjörsamlega að gera það. Þau skýla sér á bak við upplýsingalög og annað slíkt sem mér finnst ótrúlegt í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar. Mér finnst þau vera að villa um fyrir umræðunni.“Birgitta ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda