Viðreisn vill kosningar sem fyrst Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 05:48 Frá fundi þingflokks Viðreisnar í vor þegar ákveðið var hvaða þrír þingmenn flokksins yrðu ráðherrar. Visir/Eyþór Þingflokkur Viðreisnar kallar eftir því að kosið verði sem fyrst eftir að Björt framtíð ákvað í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests.“Þingflokkurinn fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundarins þar sem segir meðal annars að það sé skylda stjórnvalda gagnvart almenningi að vinnubrögð standist stranga skoðun, í málum er varða uppreist æru og alvarlega glæpi eins og þá sem rætt var um í gær. „Fréttir gærdagsins af málsmeðferð um uppreist æru hafa vakið sterk viðbrögð innan raða Viðreisnar, líkt og í samfélaginu öllu. Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar. Í ljósi stöðunnar sem nú er komin upp telur þingflokkur Viðreisnar réttast að boðað verði til kosninga hið fyrsta,“ segir í tilkynningu þingflokksins. Staðan sem Viðreisn vísar til og Björt framtíð segir trúnaðarbrest snýr að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður greindi Bjarna frá umsögninni um mánuði eftir að ráðuneytið hafði gefið það út að engar upplýsingar myndu fást um meðmælendur þeirra sem hlotið hafa uppreist æru.Benedikt Jóhannesson ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir „Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu þá hefði manni ekki getað dottið þetta í hug“ Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. 14. september 2017 20:50 Eigin hagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar kallar eftir því að kosið verði sem fyrst eftir að Björt framtíð ákvað í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests.“Þingflokkurinn fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundarins þar sem segir meðal annars að það sé skylda stjórnvalda gagnvart almenningi að vinnubrögð standist stranga skoðun, í málum er varða uppreist æru og alvarlega glæpi eins og þá sem rætt var um í gær. „Fréttir gærdagsins af málsmeðferð um uppreist æru hafa vakið sterk viðbrögð innan raða Viðreisnar, líkt og í samfélaginu öllu. Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar. Í ljósi stöðunnar sem nú er komin upp telur þingflokkur Viðreisnar réttast að boðað verði til kosninga hið fyrsta,“ segir í tilkynningu þingflokksins. Staðan sem Viðreisn vísar til og Björt framtíð segir trúnaðarbrest snýr að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður greindi Bjarna frá umsögninni um mánuði eftir að ráðuneytið hafði gefið það út að engar upplýsingar myndu fást um meðmælendur þeirra sem hlotið hafa uppreist æru.Benedikt Jóhannesson ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir „Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu þá hefði manni ekki getað dottið þetta í hug“ Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. 14. september 2017 20:50 Eigin hagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu þá hefði manni ekki getað dottið þetta í hug“ Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. 14. september 2017 20:50
Eigin hagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06