Um elliglöp Steinunn Þórðardóttir og María K. Jónsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Þórðardóttir Eldri borgarar Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun