Stefnuræða Juncker: Nú er gluggi til að ráðast í umbætur Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2017 10:38 Jean Claude Juncker lagði til að skapað yrði embætti "fjármálaráðherra“ sambandsins. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að Evrópa sé aftur komin „með byr í seglin“ og að nú hafi opnast gluggi til að ráðast í umbætur til að gera sambandið sterkara og meira samstíga. Sá gluggi verði hins vegar ekki opinn að eilífu. Þetta kom fram í árlegri stefnuræðu forsetans sem hann flutti í sal Evrópuþingsins í morgun. Sagði hann að efnahagur Evrópu væri aftur á uppleið og að sambandið þyrfti nú að líta til framtíðar, án aðildar Bretlands. Juncker sagði að sambandið ætti að fagna umbótum á sambandinu og vinna að smíði nýrra viðskiptasamninga við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þá sagði hann að dregið hafi úr þeim ógnum sem sambandið hafi staðið frammi fyrir að undanförnu svo sem yfirvofandi útganga Bretlands, flóttamannavandinn og þjóðernispopúlismi. Sagði hann að á síðasta ári hafi ESB verið í slæmu ásigkomulagi en að nú hafi aftur birt til.Embætti fjármálaráðherra sambandsins Forsetinn sagði nú tíma til kominn að Rúmenía og Búlgaría myndu loks gerast aðilar að Schengen-samstarfinu og að Króatía ætti einnig að bætast í hópinn um leið og landið væri reiðubúið til þess. Juncker lagði til að embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og forseta leiðtogaráðsins yrði sameinað í eitt. Sá eða sú sem myndi gegna embættinu yrði þannig andlit ESB út á við. Þá lagði hann einnig til að skapað yrði embætti „fjármálaráðherra“ sambandsins, þannig að hægt yrði að auka samvinnuna á evrusvæðinu. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum sérstaklega að Tyrklandi og sagði stjórnvöld þar í landi vera að fjarlægjast ESB. Hvatti hann Tyrklandsstjórn til að sleppa blaðamönnum úr haldi og hætta árásum sínum á leiðtoga Evrópu. „Hættið að kalla leiðtoga okkar fasista og nasista!“ sagði Juncker við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá sagði hann einnig að Tyrkland ætti ekki að gera sér vonir um að gerast aðili að ESB í fyrirsjáanlegri framtíð. Evrópusambandið Króatía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að Evrópa sé aftur komin „með byr í seglin“ og að nú hafi opnast gluggi til að ráðast í umbætur til að gera sambandið sterkara og meira samstíga. Sá gluggi verði hins vegar ekki opinn að eilífu. Þetta kom fram í árlegri stefnuræðu forsetans sem hann flutti í sal Evrópuþingsins í morgun. Sagði hann að efnahagur Evrópu væri aftur á uppleið og að sambandið þyrfti nú að líta til framtíðar, án aðildar Bretlands. Juncker sagði að sambandið ætti að fagna umbótum á sambandinu og vinna að smíði nýrra viðskiptasamninga við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þá sagði hann að dregið hafi úr þeim ógnum sem sambandið hafi staðið frammi fyrir að undanförnu svo sem yfirvofandi útganga Bretlands, flóttamannavandinn og þjóðernispopúlismi. Sagði hann að á síðasta ári hafi ESB verið í slæmu ásigkomulagi en að nú hafi aftur birt til.Embætti fjármálaráðherra sambandsins Forsetinn sagði nú tíma til kominn að Rúmenía og Búlgaría myndu loks gerast aðilar að Schengen-samstarfinu og að Króatía ætti einnig að bætast í hópinn um leið og landið væri reiðubúið til þess. Juncker lagði til að embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og forseta leiðtogaráðsins yrði sameinað í eitt. Sá eða sú sem myndi gegna embættinu yrði þannig andlit ESB út á við. Þá lagði hann einnig til að skapað yrði embætti „fjármálaráðherra“ sambandsins, þannig að hægt yrði að auka samvinnuna á evrusvæðinu. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum sérstaklega að Tyrklandi og sagði stjórnvöld þar í landi vera að fjarlægjast ESB. Hvatti hann Tyrklandsstjórn til að sleppa blaðamönnum úr haldi og hætta árásum sínum á leiðtoga Evrópu. „Hættið að kalla leiðtoga okkar fasista og nasista!“ sagði Juncker við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá sagði hann einnig að Tyrkland ætti ekki að gera sér vonir um að gerast aðili að ESB í fyrirsjáanlegri framtíð.
Evrópusambandið Króatía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira