Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 05:00 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. vísir/ernir Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira