Verði ljós Olga Margrét Cilia og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:54 Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun