Verði ljós Olga Margrét Cilia og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:54 Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun