Það sem Dagur Sig veit um stöðu mála hjá Aroni Pálmarssyni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 09:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, var gestur í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið en hann mun heimsækja þáttinn reglulega í vetur. Dagur ræddi meðal annars stöðuna á besta handboltamanni Íslands í dag en Aron Pálmarsson er hvorki að æfa né spila með liði sínu Veszprém í Ungverjalandi á þessu tímabili og mikil óvissa er með framhaldið hjá þessum frábæra handboltamanni. „Þetta er gríðarlega vond staða og hún getur farið í allar áttir eins og ég skil þetta rétt. Ég vona að þetta fari að leysast á næstu dögum og vikum,“ sagði Dagur en Tómas Þór Þórðarson gekk á Dag og spurði hann um hvort að hann hafi heyrt eitthvað. „Ég hef bara heyrt að það séu einhverjar viðræður að fara í gang. Ég veit ekki hvort að það séu viðræður á milli Barcelona og Veszprém. Ég hef heyrt að það sé komið tilboð,“ sagði Dagur en væri Aron þá að fara til Barcelona í janúar? „Nei hann kæmist bara strax til þeirra,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég held að það sé alveg útilokað að hann fari aftur í Veszprém. Vranjes kom þarna sem nýr þjálfari og ég held að hann hafi ekkert haft með þetta að segja. Ég er svolítið vonsvikinn að hann hafi ekki staðið meira með Aroni í þessu,“ sagði Dagur. Hann er ekki nógu ánægður með sænska þjálfarann Ljubomir Vranjes. „Það er erfitt ef þú kemur sem nýr þjálfari inn í félag og færð stjórnina strax á bakið. Þú þarft því eiginlega að taka þessa ákvörðun strax í byrjun og taka slaginn á móti besta leikmanninum. Ég er svolítið „skúffaður“ að hann skildi taka það,“ sagði Dagur. Það er hægt að horfa á Dag og strákana í Seinni bylgjunni fara yfir stöðuna hjá Aroni Pálmarssyni í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, var gestur í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið en hann mun heimsækja þáttinn reglulega í vetur. Dagur ræddi meðal annars stöðuna á besta handboltamanni Íslands í dag en Aron Pálmarsson er hvorki að æfa né spila með liði sínu Veszprém í Ungverjalandi á þessu tímabili og mikil óvissa er með framhaldið hjá þessum frábæra handboltamanni. „Þetta er gríðarlega vond staða og hún getur farið í allar áttir eins og ég skil þetta rétt. Ég vona að þetta fari að leysast á næstu dögum og vikum,“ sagði Dagur en Tómas Þór Þórðarson gekk á Dag og spurði hann um hvort að hann hafi heyrt eitthvað. „Ég hef bara heyrt að það séu einhverjar viðræður að fara í gang. Ég veit ekki hvort að það séu viðræður á milli Barcelona og Veszprém. Ég hef heyrt að það sé komið tilboð,“ sagði Dagur en væri Aron þá að fara til Barcelona í janúar? „Nei hann kæmist bara strax til þeirra,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég held að það sé alveg útilokað að hann fari aftur í Veszprém. Vranjes kom þarna sem nýr þjálfari og ég held að hann hafi ekkert haft með þetta að segja. Ég er svolítið vonsvikinn að hann hafi ekki staðið meira með Aroni í þessu,“ sagði Dagur. Hann er ekki nógu ánægður með sænska þjálfarann Ljubomir Vranjes. „Það er erfitt ef þú kemur sem nýr þjálfari inn í félag og færð stjórnina strax á bakið. Þú þarft því eiginlega að taka þessa ákvörðun strax í byrjun og taka slaginn á móti besta leikmanninum. Ég er svolítið „skúffaður“ að hann skildi taka það,“ sagði Dagur. Það er hægt að horfa á Dag og strákana í Seinni bylgjunni fara yfir stöðuna hjá Aroni Pálmarssyni í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira