Alþingi lýkur störfum með breytingum á útlendinga- og hegningarlögum Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2017 22:11 Nú þegar Alþingi er að ljúka störfum eru aðeins þrjátíu og tveir dagar til kosninga hinn 28. október næst komandi. Ljóst er að hart verður barist um sæti á þinginu kannski ekki hvað síst milli nýrra framboða; Flokks fólksins og framboðs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að verða ef til vill áttundi þingflokkurinn á Alþingi. Síðustu frumvörpin sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar eru um afnám uppreistar æru í lögum en næsta þing þarf að vinna málið frekar því borgaraleg réttindi eru háð skilyrðum um hreint sakavottorð hjá ýmsum stéttum í fjölmörgum lögum. Þá er gert ráð fyrir því að þingið samþykki breytingar á lögum um útlendinga sem tryggja að þau börn hafa sótt um hæli hér á landi og eiga yfir höfði sér brottvísun ásamt foreldrum eða forráðamönnum geta sótt um afgreiðlsu sem kemur í veg fyrir brottvísun þeirra að um sinni alla vega. Velferðarnefnd gaf einnig út yfirlýsingu um notendastýrða, persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlaða sem tryggja á að frumvarp um hana verði samþykkt fyrir áramót. Píratar vildu jafnframt afgreiða lög um stjórnarskrána sem tryggt hefði að hægt væri að breyta henni á næsta kjörtímabili án kosninga og studdu þingmenn Samfylkingarinnar dagskrártillögu þeirra í þeim efnum og fimm þingmenn Viðreisnar sátu hjá við atkvæðagreiðslu.Stjórnarskráin samkomulagi að bráð Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lagði svipaða tillögu fram á fundum með formönnum hinna flokkanna undanfarna daga. „Hún var tilraun til að miðla málum. Skapa aukna samstöðu um stjórnarskrárbreytingar og allir flokkar hér á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn tóku mjög jákvætt í þessa tillögu,“ sagði Katrín. Því væri skynsamlegast að kjósendur fengju að greiða atkvæði hvaða flokkar ættu að stýra þessari vinnu í framtíðinni og undir þetta tók formaður Bjartrar framtíðar. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa fullnaðarsigur í þessu máli með hótun um málþóf. „Þvílík stjórnsýsla, þvílíkur hroki og mannvonska. Ég á ekki til orð,“ sagði Birgitta. Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vildi ekki sitja undir ásökunum um að hann og flokkurinn hafi hótað að fara í málþóf um útlendingalögin ef stjórnarskrártillagan kæmist á dagskrá Alþingis. „Ég ætla að koma hér upp og mótmæla því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum. Af tuddaskap. Af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt hér við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna,“ sagði Bjarni. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur ásamt þingmönnum flokksins beitt sér fyrir því að börnum í hælisleit sem til hefur staðið að vísa úr landi yrði veitt vernd. En samfylkingin studdi jafnframt tillögu Pírata um ákvæði um stjórnarskrárbreytingar yrði samþykkt á Alþingi fyrir kosningar. „Við hefðum aldrei samið um neitt og við hefðum aldrei gert neitt sem hefði stefnt þessum börnum í voða. Og ég hef enga trú á því að hver og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkrun tíma hindrað að slíkt mál hefði komist í gegn. Þar ætla ég þeim það ekki. Þess vegna er ekkert sem útilokar að við samþiggjum það mál og tökum jákvætt í þessa dagskrárbreytingu,“ sagði Logi Einarsson. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingfundi ítrekað frestað Þingfundi átti að vera framhaldið klukkan 21 en hefur nú verið frestað til 22. 26. september 2017 21:39 Þing kemur saman í síðasta sinn fyrir kosningar Hefst þingfundur klukkan 13:30. 26. september 2017 08:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Nú þegar Alþingi er að ljúka störfum eru aðeins þrjátíu og tveir dagar til kosninga hinn 28. október næst komandi. Ljóst er að hart verður barist um sæti á þinginu kannski ekki hvað síst milli nýrra framboða; Flokks fólksins og framboðs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að verða ef til vill áttundi þingflokkurinn á Alþingi. Síðustu frumvörpin sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar eru um afnám uppreistar æru í lögum en næsta þing þarf að vinna málið frekar því borgaraleg réttindi eru háð skilyrðum um hreint sakavottorð hjá ýmsum stéttum í fjölmörgum lögum. Þá er gert ráð fyrir því að þingið samþykki breytingar á lögum um útlendinga sem tryggja að þau börn hafa sótt um hæli hér á landi og eiga yfir höfði sér brottvísun ásamt foreldrum eða forráðamönnum geta sótt um afgreiðlsu sem kemur í veg fyrir brottvísun þeirra að um sinni alla vega. Velferðarnefnd gaf einnig út yfirlýsingu um notendastýrða, persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlaða sem tryggja á að frumvarp um hana verði samþykkt fyrir áramót. Píratar vildu jafnframt afgreiða lög um stjórnarskrána sem tryggt hefði að hægt væri að breyta henni á næsta kjörtímabili án kosninga og studdu þingmenn Samfylkingarinnar dagskrártillögu þeirra í þeim efnum og fimm þingmenn Viðreisnar sátu hjá við atkvæðagreiðslu.Stjórnarskráin samkomulagi að bráð Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lagði svipaða tillögu fram á fundum með formönnum hinna flokkanna undanfarna daga. „Hún var tilraun til að miðla málum. Skapa aukna samstöðu um stjórnarskrárbreytingar og allir flokkar hér á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn tóku mjög jákvætt í þessa tillögu,“ sagði Katrín. Því væri skynsamlegast að kjósendur fengju að greiða atkvæði hvaða flokkar ættu að stýra þessari vinnu í framtíðinni og undir þetta tók formaður Bjartrar framtíðar. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa fullnaðarsigur í þessu máli með hótun um málþóf. „Þvílík stjórnsýsla, þvílíkur hroki og mannvonska. Ég á ekki til orð,“ sagði Birgitta. Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vildi ekki sitja undir ásökunum um að hann og flokkurinn hafi hótað að fara í málþóf um útlendingalögin ef stjórnarskrártillagan kæmist á dagskrá Alþingis. „Ég ætla að koma hér upp og mótmæla því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum. Af tuddaskap. Af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt hér við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna,“ sagði Bjarni. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur ásamt þingmönnum flokksins beitt sér fyrir því að börnum í hælisleit sem til hefur staðið að vísa úr landi yrði veitt vernd. En samfylkingin studdi jafnframt tillögu Pírata um ákvæði um stjórnarskrárbreytingar yrði samþykkt á Alþingi fyrir kosningar. „Við hefðum aldrei samið um neitt og við hefðum aldrei gert neitt sem hefði stefnt þessum börnum í voða. Og ég hef enga trú á því að hver og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkrun tíma hindrað að slíkt mál hefði komist í gegn. Þar ætla ég þeim það ekki. Þess vegna er ekkert sem útilokar að við samþiggjum það mál og tökum jákvætt í þessa dagskrárbreytingu,“ sagði Logi Einarsson.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingfundi ítrekað frestað Þingfundi átti að vera framhaldið klukkan 21 en hefur nú verið frestað til 22. 26. september 2017 21:39 Þing kemur saman í síðasta sinn fyrir kosningar Hefst þingfundur klukkan 13:30. 26. september 2017 08:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Þingfundi ítrekað frestað Þingfundi átti að vera framhaldið klukkan 21 en hefur nú verið frestað til 22. 26. september 2017 21:39
Þing kemur saman í síðasta sinn fyrir kosningar Hefst þingfundur klukkan 13:30. 26. september 2017 08:45