Vefverslun og erlendir risar Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. september 2017 07:00 Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Markaðir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun