Fjögurra stjörnu sóknarlína hjá Liverpool í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 08:00 Philippe Coutinho sýndi snilli sína í síðasta leik. Hér fagna félagar hans honum í sigrinum á Leicester. Vísir/Getty Sadio Mane, Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Mohamed Salah gætu allir verið í byrjunarliði Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Spartak Moskvu í Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur aldrei byrjað með þá fjóra saman í byrjunarliðinu á þessu tímabili en þegar þeir voru í byrjunarliðinu í eitt skipti á undirbúningstímabilinu þá vann Liverpool 3-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München. Ekki er vitað hvað Klopp gerir og hann gaf ekkert upp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það verður að vera rétta jafnvægið í liðinu. Við erum sóknar hugsandi lið en þetta snýst um að spila Meistaradeildarfótbolta,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. Telegraph velti fyrir sér mögulegu byrjunarliði. „Við þurfum að ná úrslitum. Menn þurfa að gera það rétta í stöðunni á réttum tímapunktum. Þetta snýst ekki um að setja á svið einhverja sýningu. Þetta snýst um að vera góðir, klára hlutina og klára þá á réttum tíma. Við getum ekki komið með alla listamennina fram í einu en ef það passar fyrir okkar lið þá munum við gera það,“ sagði Klopp. Allir ættu að vera klárir í bátana. Sadio Mane er búinn að taka út leikbannið sitt og Philippe Coutinho er kominn í leikform eins og hann sýndi með marki og stoðsendingu í sigri á Leicester City um síðustu helgi. „Leikurinn á móti Bayern var góður leikur hjá okkur en það er langt síðan hann var. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þú sagðir mér það að þetta hafi verið eini leikurinn þar sem þeir hafa allir byrjað,“ sagði Klopp þegar staðreyndin um stjörnurnar fjórar var borin undir hann. Hvort blaðamaðurinn á Telegraph hafi gefið honum góða hugmynd kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Sadio Mane, Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Mohamed Salah gætu allir verið í byrjunarliði Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Spartak Moskvu í Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur aldrei byrjað með þá fjóra saman í byrjunarliðinu á þessu tímabili en þegar þeir voru í byrjunarliðinu í eitt skipti á undirbúningstímabilinu þá vann Liverpool 3-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München. Ekki er vitað hvað Klopp gerir og hann gaf ekkert upp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það verður að vera rétta jafnvægið í liðinu. Við erum sóknar hugsandi lið en þetta snýst um að spila Meistaradeildarfótbolta,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. Telegraph velti fyrir sér mögulegu byrjunarliði. „Við þurfum að ná úrslitum. Menn þurfa að gera það rétta í stöðunni á réttum tímapunktum. Þetta snýst ekki um að setja á svið einhverja sýningu. Þetta snýst um að vera góðir, klára hlutina og klára þá á réttum tíma. Við getum ekki komið með alla listamennina fram í einu en ef það passar fyrir okkar lið þá munum við gera það,“ sagði Klopp. Allir ættu að vera klárir í bátana. Sadio Mane er búinn að taka út leikbannið sitt og Philippe Coutinho er kominn í leikform eins og hann sýndi með marki og stoðsendingu í sigri á Leicester City um síðustu helgi. „Leikurinn á móti Bayern var góður leikur hjá okkur en það er langt síðan hann var. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þú sagðir mér það að þetta hafi verið eini leikurinn þar sem þeir hafa allir byrjað,“ sagði Klopp þegar staðreyndin um stjörnurnar fjórar var borin undir hann. Hvort blaðamaðurinn á Telegraph hafi gefið honum góða hugmynd kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira