Með Sigmundi Davíð færist fókusinn á botnbaráttuna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2017 15:46 Pólitíska sprengja helgarinnar er sú að Sigmundur Davíð hefur bókað sig í hlaupið og var þar margt um manninn fyrir. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00
Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00