Þúsundir börðust um 4300 miða á Kósóvóleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar tóku Úkraínumenn 2-0 á Laugardalsvelli á dögunum. Gylfi Þór fékk gult spjald í leiknum og er á hættusvæði fyrir Tyrklandsleikinn 6. október. Vísir/Anton Brink Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira