Ekki lausn að útskúfa kynferðisbrotamönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 19:47 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. Útskúfun geti leitt til þess að þeir leiðist aftur til afbrota. Framkvæmd uppreist æru undanfarin ár er þó ekki leiðin. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sem ræddi refsingar í kynferðisbrotamálum sem og uppreist æru í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Umræða um kynferðisbrotamenn og uppreist æru hefur farið hátt í samfélaginu undanfarna mánuði eftir að í ljós kom að dæmdum kynferðisbrotamönnum hafði verið veitt uppreist æra á grundvelli laga um slíkt.Hávær gagnrýni hefur komið fram á þessi lög og framkvæmd þeirra. Hyggst Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru. Stefnt er að því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru. Helgi tekur undir gagnrýnina á veitingu uppreist æru og segir að framkvæmd hennar innar stjórnsýslunnar sé vart boðleg. „Mér sýnist að þetta ferli allt saman sem er einhvern veginn að koma upp á yfirborðið núna, þetta eru tugir mála á síðustu árum sem allt saman orkar mjög tvímælis. Þetta er ekki stjórnsýsla sem við viljum hafa,“ sagði Helgi. Mikilvægt sé þó að binda þannig um hnútana að þeir afbrotamenn, kynferðisbrotamenn sem og aðrir, geti snúið aftur út í samfélagið eftir að refsing hefur afplánuð. „Þessir brotamenn sem brjóta af sér, hvort sem það eru kynferðisbrot eða önnur brot, þeir verða að eiga sér einhverja undankomu,“ segir Helgi. Sé það ekki gert sé hætta á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. „Við megum heldur ekki grípa til aðgerða af því tagi að þessir einstaklingar sem eru að brjóta af sér og koma aftur út í samfélagið, að þeir eigi sér ekki viðreisnar von. Þá erum við bara að plægja jarðveginn fyrir frekari brot, alveg örugglega biturð og að menn loki sig af og verði kannski bara baggi á þjóðinni í framtíðinni,“ segir Helgi. Uppreist æru Tengdar fréttir Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30 „Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. Útskúfun geti leitt til þess að þeir leiðist aftur til afbrota. Framkvæmd uppreist æru undanfarin ár er þó ekki leiðin. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sem ræddi refsingar í kynferðisbrotamálum sem og uppreist æru í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Umræða um kynferðisbrotamenn og uppreist æru hefur farið hátt í samfélaginu undanfarna mánuði eftir að í ljós kom að dæmdum kynferðisbrotamönnum hafði verið veitt uppreist æra á grundvelli laga um slíkt.Hávær gagnrýni hefur komið fram á þessi lög og framkvæmd þeirra. Hyggst Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru. Stefnt er að því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru. Helgi tekur undir gagnrýnina á veitingu uppreist æru og segir að framkvæmd hennar innar stjórnsýslunnar sé vart boðleg. „Mér sýnist að þetta ferli allt saman sem er einhvern veginn að koma upp á yfirborðið núna, þetta eru tugir mála á síðustu árum sem allt saman orkar mjög tvímælis. Þetta er ekki stjórnsýsla sem við viljum hafa,“ sagði Helgi. Mikilvægt sé þó að binda þannig um hnútana að þeir afbrotamenn, kynferðisbrotamenn sem og aðrir, geti snúið aftur út í samfélagið eftir að refsing hefur afplánuð. „Þessir brotamenn sem brjóta af sér, hvort sem það eru kynferðisbrot eða önnur brot, þeir verða að eiga sér einhverja undankomu,“ segir Helgi. Sé það ekki gert sé hætta á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. „Við megum heldur ekki grípa til aðgerða af því tagi að þessir einstaklingar sem eru að brjóta af sér og koma aftur út í samfélagið, að þeir eigi sér ekki viðreisnar von. Þá erum við bara að plægja jarðveginn fyrir frekari brot, alveg örugglega biturð og að menn loki sig af og verði kannski bara baggi á þjóðinni í framtíðinni,“ segir Helgi.
Uppreist æru Tengdar fréttir Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30 „Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30
„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58
Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24