Allt tal um samstarf við Bjarna eitur í beinum Vinstri grænna Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2017 12:37 Þrálátur orðrómur er uppi um tilhugalíf Bjarna og Katrínar. Og færa má rök fyrir því að ekki þröng staða eftir komandi kosningar muni leiða til þess að þau fari í eina sæng. En, grasrótin í VG má ekki heyra á það minnst, einu aukateknu orði. visir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ætlar að ganga óbundin til kosninga með sinn flokk. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir miklum efasemdum um margra flokka stjórn og upplýsti að hann hafi gengið svo langt eftir síðustu kosningar í stjórnarmyndunarviðræðum að bjóða VG lyklana að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðiflokkurinn, sem nú er einangraður sem aldrei fyrr, er tilbúinn að ganga býsna langt til að svo megi verða að slíkt ríkisstjórnarsamstarf megi verða. Og, í huga margra er þetta ekki flókið reikningsdæmi. Samkvæmt nýjustu og áreiðanlegustu skoðanakönnunum um fylgi flokka stefnir beint í sömu pattstöðu og var eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð stjórn þriggja flokka, með eins manns meirihluta á þingi sem sprakk svo í loft upp. Katrín Jakobsdóttir hefur áður talað fyrir kosningabandalagi fyrir kosningar en nú er hins vegar staðan sú að hún vill ekki opna fyrir neitt slíkt.Útilokar ekki samstarf við xDMöguleikarnir á myndun ríkisstjórnar eftir komandi kosningar eru ekki margir. Katrín hefur verið sökuð um ríkisstjórnarfælni, að sá sé helsti vandi sem VG eigi við að etja. Sjálf vísar Katrín þessu á bug í samtali við Vísi, en þannig horfir þetta við mörgum. Sá þrýstingur auk tals um að það sé á ábyrgð stjórnmálamanna að mynda ríkisstjórn hlýtur að hafa sitt að segja. Vísir spurði Katrínu um meinta fælni og hvort hún myndi fyrirfram útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Ég kalla það ekki fælni að fara í ríkisstjórn til þess að hafa áhrif og ná fram raunverulegum breytingum. Til þess fer maður í ríkisstjórn en ekki til þess að sitja á einhverjum stólum og hafa bílstjóra. Það er bara þannig sem það virkar.“Útilokarðu samstarf við einhvern flokk að loknum kosningum? „Spurningin sem ég spyr er hverjir eru reiðubúnir að koma með mér í ríkisstjórn sem er með félagshyggju og umhverfisvernd að leiðarljósi? Það er það sem við erum að stefna á.“Tvíþætt eðli VGEiríkur Bergmann prófessor og stjórnmálafræðingur hefur vakið athygli á tvíþættu eðli VG, arma sem hann kallar landsbyggðaríhald og svo höfuðborgarhipstera. Í sjálfu sér er ekki hægt að sjá mikinn áherslumun til að mynda í atvinnu- og byggðamálum hjá þeim armi VG og svo Sjálfstæðisflokki og jafnvel Framsóknarflokki ef því er að skipta. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingar, hefur vakið athygli á því að þegar hinn umdeildi búvörusamningur var samþykkur vildi VG ganga lengra en ríkisstjórnarflokkarnir í að tryggja hagsmuni bændahreyfingarinnar en þó varð. Búvörusamningurinn reyndist hins vegar líflína Bjartrar framtíðar sem setti sig einarðlega upp á móti honum.Össur segir tilhugalíf Bjarna og Katrínar fyrirliggjandiÖssur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar, hefur sett fram eftirtektarverða greiningu. Hann velkist ekki í vafa um að tilhugalíf þeirra turtildúfa, en svo kallar hann Katrínu og Bjarna, sé hafið. Össur les það í samþykki Katrínar við tillögu Bjarna um tilhögun Alþingis við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það er fullkominn óþarfi hjá Katrínu Jakobsdóttur að byrja strax í dag að malbika fyrir samsteypustjórn VG og Sjálfstæðisflokksins. Hvernig á annars að skilja næstum opinbera knébeygju hennar fyrir fráleitri hugmynd Bjarna Benediktssonar um að taka þrjú kjörtímabil í að endurskoða stjórnarskrána?“ segir Össur og bendir á að Katrín hafi verið nálægt því að ganga í stjórn með Bjarna eftir síðustu kosningar.Tal um samstarf við xD eitur í beinum VGVíst er að allt tal um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum er eitur í beinum margra VG-liða, grasrótarinnar ef því er að skipta og það sem meira er, þeir vilja ekki svo mikið sem sjá slíka umræðu. Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og faðir Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, spyr á síðu Össurar: „Til hvers og i þágu hverra er þessi málflutningur? Hvað er að?“ Svavar er væntanlega að vísa þar til kapphlaup á vinstri vængnum um hylli kjósenda.Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ekki er mikill áhugi meðal stuðningsmanna VG á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en ef menn horfa raunsæjum augum á stöðuna sem líkleg má teljast að verði uppi eftir komandi kosningar, hlýtur þetta að vera einn helsti möguleikinn í stöðunni.Vilja útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn En, líkt og áður hefur verið nefnt, með vísan til orða Svavars Gestssonar, þá vilja stuðningsmenn ekki svo mikið sem heyra á þennan möguleika minnst. Líf Magneudóttir, leiðtogi VG í Reykjavík, er afdráttarlaus í nýlegum Facebookstatus. „Kæru vinstrimenn. Ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Við í VG ætlum a.m.k. ekki að gera það. Getum við farið að tala um framtíðina og sent Sjálfstæðisflokkinn í frí að eilífu?“ Sindri Geir Óskarsson, sem er í VG, segir: „Nú er allt reynt. Grasrót VG mun aldrei gefa grænt ljós á V+D ríkisstjórn :)“ Og þannig má áfram telja. Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ætlar að ganga óbundin til kosninga með sinn flokk. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir miklum efasemdum um margra flokka stjórn og upplýsti að hann hafi gengið svo langt eftir síðustu kosningar í stjórnarmyndunarviðræðum að bjóða VG lyklana að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðiflokkurinn, sem nú er einangraður sem aldrei fyrr, er tilbúinn að ganga býsna langt til að svo megi verða að slíkt ríkisstjórnarsamstarf megi verða. Og, í huga margra er þetta ekki flókið reikningsdæmi. Samkvæmt nýjustu og áreiðanlegustu skoðanakönnunum um fylgi flokka stefnir beint í sömu pattstöðu og var eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð stjórn þriggja flokka, með eins manns meirihluta á þingi sem sprakk svo í loft upp. Katrín Jakobsdóttir hefur áður talað fyrir kosningabandalagi fyrir kosningar en nú er hins vegar staðan sú að hún vill ekki opna fyrir neitt slíkt.Útilokar ekki samstarf við xDMöguleikarnir á myndun ríkisstjórnar eftir komandi kosningar eru ekki margir. Katrín hefur verið sökuð um ríkisstjórnarfælni, að sá sé helsti vandi sem VG eigi við að etja. Sjálf vísar Katrín þessu á bug í samtali við Vísi, en þannig horfir þetta við mörgum. Sá þrýstingur auk tals um að það sé á ábyrgð stjórnmálamanna að mynda ríkisstjórn hlýtur að hafa sitt að segja. Vísir spurði Katrínu um meinta fælni og hvort hún myndi fyrirfram útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Ég kalla það ekki fælni að fara í ríkisstjórn til þess að hafa áhrif og ná fram raunverulegum breytingum. Til þess fer maður í ríkisstjórn en ekki til þess að sitja á einhverjum stólum og hafa bílstjóra. Það er bara þannig sem það virkar.“Útilokarðu samstarf við einhvern flokk að loknum kosningum? „Spurningin sem ég spyr er hverjir eru reiðubúnir að koma með mér í ríkisstjórn sem er með félagshyggju og umhverfisvernd að leiðarljósi? Það er það sem við erum að stefna á.“Tvíþætt eðli VGEiríkur Bergmann prófessor og stjórnmálafræðingur hefur vakið athygli á tvíþættu eðli VG, arma sem hann kallar landsbyggðaríhald og svo höfuðborgarhipstera. Í sjálfu sér er ekki hægt að sjá mikinn áherslumun til að mynda í atvinnu- og byggðamálum hjá þeim armi VG og svo Sjálfstæðisflokki og jafnvel Framsóknarflokki ef því er að skipta. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingar, hefur vakið athygli á því að þegar hinn umdeildi búvörusamningur var samþykkur vildi VG ganga lengra en ríkisstjórnarflokkarnir í að tryggja hagsmuni bændahreyfingarinnar en þó varð. Búvörusamningurinn reyndist hins vegar líflína Bjartrar framtíðar sem setti sig einarðlega upp á móti honum.Össur segir tilhugalíf Bjarna og Katrínar fyrirliggjandiÖssur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar, hefur sett fram eftirtektarverða greiningu. Hann velkist ekki í vafa um að tilhugalíf þeirra turtildúfa, en svo kallar hann Katrínu og Bjarna, sé hafið. Össur les það í samþykki Katrínar við tillögu Bjarna um tilhögun Alþingis við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það er fullkominn óþarfi hjá Katrínu Jakobsdóttur að byrja strax í dag að malbika fyrir samsteypustjórn VG og Sjálfstæðisflokksins. Hvernig á annars að skilja næstum opinbera knébeygju hennar fyrir fráleitri hugmynd Bjarna Benediktssonar um að taka þrjú kjörtímabil í að endurskoða stjórnarskrána?“ segir Össur og bendir á að Katrín hafi verið nálægt því að ganga í stjórn með Bjarna eftir síðustu kosningar.Tal um samstarf við xD eitur í beinum VGVíst er að allt tal um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum er eitur í beinum margra VG-liða, grasrótarinnar ef því er að skipta og það sem meira er, þeir vilja ekki svo mikið sem sjá slíka umræðu. Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og faðir Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, spyr á síðu Össurar: „Til hvers og i þágu hverra er þessi málflutningur? Hvað er að?“ Svavar er væntanlega að vísa þar til kapphlaup á vinstri vængnum um hylli kjósenda.Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ekki er mikill áhugi meðal stuðningsmanna VG á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en ef menn horfa raunsæjum augum á stöðuna sem líkleg má teljast að verði uppi eftir komandi kosningar, hlýtur þetta að vera einn helsti möguleikinn í stöðunni.Vilja útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn En, líkt og áður hefur verið nefnt, með vísan til orða Svavars Gestssonar, þá vilja stuðningsmenn ekki svo mikið sem heyra á þennan möguleika minnst. Líf Magneudóttir, leiðtogi VG í Reykjavík, er afdráttarlaus í nýlegum Facebookstatus. „Kæru vinstrimenn. Ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Við í VG ætlum a.m.k. ekki að gera það. Getum við farið að tala um framtíðina og sent Sjálfstæðisflokkinn í frí að eilífu?“ Sindri Geir Óskarsson, sem er í VG, segir: „Nú er allt reynt. Grasrót VG mun aldrei gefa grænt ljós á V+D ríkisstjórn :)“ Og þannig má áfram telja.
Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira