Þingstörfin enn í óvissu: „Erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2017 15:29 Frá upphafi fundarins í dag. vísir/hanna Fundi formanna þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, lauk núna á þriðja tímanum. Reynt var að ná niðurstöðu um það hvernig framhald þingstarfa verður og hvenær þingi verður slitið fyrir kosningar en ekki náðist lending í það og eru þingstörfin því enn í óvissu. Ekki hefur verið boðað til þingfundar og ekki liggur fyrir hvenær þingi verður slitið en boðað hefur verið til kosninga þann 28. október næstkomandi. „Þetta var bara ágætur fundur þar sem menn voru að leita leiða til að finna sameiginlega niðurstöðu. Niðurstaðan var svo samt sú að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála.Óvenjuleg staða þar sem engin mál liggja fyrir þinginu „Öll vikan hefur farið í þetta. Það er ljóst að það er erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót á stjórnarsamstarfi. Svo liggja engin mál fyrir þinginu og þetta er þar af leiðandi óvenjuleg staða. Það var ekkert byrjað að vinna í neinum málum sem er auðvitað öðruvísi en þegar 20 mál eru komin á endametrana og menn geta sammælst um að klára kannski fimm mál.“ Sigurður segir engin mál hafa verið komin í slíkan farveg en eins og greint hefur verið frá eru nokkur mál sem þingmenn vilja reyna að koma í einhvern öruggan farveg fyrir kosningar. „En ef það gengur ekki á viku hvað ætla menn þá að gera í næstu vikur og svo eru bara fjórar vikur í kosningar.“ Hann segir smátt og smátt styttast í það að það komi í ljós hvort þingmenn ætli sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða slíta þinginu. „Það er óheppilegt að öll þessi atburðarás sem hefur orðið frá því að ríkisstjórninni er slitið óvænt á fimmtudagskvöldi, í miðri fjárlagaumræðu, út af allt öðru máli. Síðan er boðað til kosninga með skömmum fyrirvara en það að við erum enn ekki búin að slíta þinginu eða finna einhverja leið til þess er auðvitað ekki gott. Vonandi verða menn tilbúnari eftir næstu kosningar til að axla meiri ábyrgð á því að taka hérn stjórn meira í sínar hendur og bera ábyrgð á henni. Ég held að við séum kosin til þess.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36 Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fundi formanna þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, lauk núna á þriðja tímanum. Reynt var að ná niðurstöðu um það hvernig framhald þingstarfa verður og hvenær þingi verður slitið fyrir kosningar en ekki náðist lending í það og eru þingstörfin því enn í óvissu. Ekki hefur verið boðað til þingfundar og ekki liggur fyrir hvenær þingi verður slitið en boðað hefur verið til kosninga þann 28. október næstkomandi. „Þetta var bara ágætur fundur þar sem menn voru að leita leiða til að finna sameiginlega niðurstöðu. Niðurstaðan var svo samt sú að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála.Óvenjuleg staða þar sem engin mál liggja fyrir þinginu „Öll vikan hefur farið í þetta. Það er ljóst að það er erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót á stjórnarsamstarfi. Svo liggja engin mál fyrir þinginu og þetta er þar af leiðandi óvenjuleg staða. Það var ekkert byrjað að vinna í neinum málum sem er auðvitað öðruvísi en þegar 20 mál eru komin á endametrana og menn geta sammælst um að klára kannski fimm mál.“ Sigurður segir engin mál hafa verið komin í slíkan farveg en eins og greint hefur verið frá eru nokkur mál sem þingmenn vilja reyna að koma í einhvern öruggan farveg fyrir kosningar. „En ef það gengur ekki á viku hvað ætla menn þá að gera í næstu vikur og svo eru bara fjórar vikur í kosningar.“ Hann segir smátt og smátt styttast í það að það komi í ljós hvort þingmenn ætli sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða slíta þinginu. „Það er óheppilegt að öll þessi atburðarás sem hefur orðið frá því að ríkisstjórninni er slitið óvænt á fimmtudagskvöldi, í miðri fjárlagaumræðu, út af allt öðru máli. Síðan er boðað til kosninga með skömmum fyrirvara en það að við erum enn ekki búin að slíta þinginu eða finna einhverja leið til þess er auðvitað ekki gott. Vonandi verða menn tilbúnari eftir næstu kosningar til að axla meiri ábyrgð á því að taka hérn stjórn meira í sínar hendur og bera ábyrgð á henni. Ég held að við séum kosin til þess.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36 Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00