Hörður Björgvin: Það var ekki beint slegist um miða á landsleiki Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:39 Hörður Björgvin hefur verið magnaður í síðustu leikjum vísir/anton „Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
„Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38