Alfreð: Þetta var klárlega sterkasti riðillinn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 21:59 Alfreð Finnbogason vísir/ernir „Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
„Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46