Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2017 06:00 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru klárir í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó. Sigur kemur Íslandi á HM. vísir/ernir Aron Einar Gunnarsson hefur glímt við meiðsli að undanförnu en lék fyrstu 65 mínúturnar í sigrinum frækna á Tyrklandi á föstudaginn. Landsliðsfyrirliðinn segist vera í góðu ásigkomulagi og klár í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó í kvöld. „Staðan er mjög góð. Ég er stífur eins og gerist þegar maður er ekki búinn að æfa eða spila í tvær vikur. Ég náði góðri endurheimt í gær og hlakka til að undirbúa leikinn gegn Kósovó,“ sagði Aron Einar í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslensku leikmennirnir séu komnir aftur niður á jörðina eftir sigurinn á Tyrkjum. „Jájá, við höfum verið í þessu svo lengi og erum vanir þessum úrslitaleikjum. Þetta er það reynslumikill og góður hópur að við vitum hvað þarf að gera. Þetta er bara annað verkefni, næsta skref sem við þurfum að taka og við gerum það saman,“ sagði Aron Einar. Þetta er í þriðja sinn á síðustu árum sem Ísland er í stöðu til að tryggja sér annaðhvort sæti á stórmóti eða sæti í umspili. Haustið 2013 tryggðu Íslendingar sér sæti í umspili um sæti á HM 2014 með því að gera jafntefli við Norðmenn. Tveimur árum síðar tryggðu strákarnir okkar sér farseðilinn á EM í Frakklandi með markalausu jafntefli við Kasakstan. Íslenska liðið hefur því reynslu af svona leikjum. „Það eru ekki bara þessir leikir. Þetta eru búnir að vera úrslitaleikir síðustu þrjú ár þannig að við höfum ágæta reynslu af svona leikjum. Við þurfum bara að vera skipulagðir, spila okkar leik og passa að fara ekki fram úr okkur,“ sagði Aron Einar. Líkt og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talar Aron Einar af mikilli virðingu um Kósovó, sem er yngsta landslið Evrópu og er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni. Ísland vann fyrri leikinn gegn Kósovó, 1-2, en þurfti að hafa mikið fyrir þeim sigri. „Það sást að þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Það hefur verið stígandi í þeirra leik og það ber að varast. Við þurfum að eiga góðan leik til að klára þetta lið,“ sagði Aron Einar sem viðurkennir samt að íslenska liðið sé í kjörstöðu; að þurfa „bara“ að vinna neðsta lið riðilsins til að komast á HM. „Við hefðum alltaf tekið þessa stöðu. Það góða er að þetta er í okkar höndum og við þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við þurfum bara að klára okkar verkefni og mæta þeim af krafti.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00 Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38 Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01 Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13 Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00 Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45 Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson hefur glímt við meiðsli að undanförnu en lék fyrstu 65 mínúturnar í sigrinum frækna á Tyrklandi á föstudaginn. Landsliðsfyrirliðinn segist vera í góðu ásigkomulagi og klár í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó í kvöld. „Staðan er mjög góð. Ég er stífur eins og gerist þegar maður er ekki búinn að æfa eða spila í tvær vikur. Ég náði góðri endurheimt í gær og hlakka til að undirbúa leikinn gegn Kósovó,“ sagði Aron Einar í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslensku leikmennirnir séu komnir aftur niður á jörðina eftir sigurinn á Tyrkjum. „Jájá, við höfum verið í þessu svo lengi og erum vanir þessum úrslitaleikjum. Þetta er það reynslumikill og góður hópur að við vitum hvað þarf að gera. Þetta er bara annað verkefni, næsta skref sem við þurfum að taka og við gerum það saman,“ sagði Aron Einar. Þetta er í þriðja sinn á síðustu árum sem Ísland er í stöðu til að tryggja sér annaðhvort sæti á stórmóti eða sæti í umspili. Haustið 2013 tryggðu Íslendingar sér sæti í umspili um sæti á HM 2014 með því að gera jafntefli við Norðmenn. Tveimur árum síðar tryggðu strákarnir okkar sér farseðilinn á EM í Frakklandi með markalausu jafntefli við Kasakstan. Íslenska liðið hefur því reynslu af svona leikjum. „Það eru ekki bara þessir leikir. Þetta eru búnir að vera úrslitaleikir síðustu þrjú ár þannig að við höfum ágæta reynslu af svona leikjum. Við þurfum bara að vera skipulagðir, spila okkar leik og passa að fara ekki fram úr okkur,“ sagði Aron Einar. Líkt og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talar Aron Einar af mikilli virðingu um Kósovó, sem er yngsta landslið Evrópu og er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni. Ísland vann fyrri leikinn gegn Kósovó, 1-2, en þurfti að hafa mikið fyrir þeim sigri. „Það sást að þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Það hefur verið stígandi í þeirra leik og það ber að varast. Við þurfum að eiga góðan leik til að klára þetta lið,“ sagði Aron Einar sem viðurkennir samt að íslenska liðið sé í kjörstöðu; að þurfa „bara“ að vinna neðsta lið riðilsins til að komast á HM. „Við hefðum alltaf tekið þessa stöðu. Það góða er að þetta er í okkar höndum og við þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við þurfum bara að klára okkar verkefni og mæta þeim af krafti.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00 Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38 Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01 Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13 Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00 Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45 Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00
Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38
Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01
Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13
Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00
Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45
Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30