Vilja hvorki taka velferðina að láni né efna til hennar með því að skattleggja þjóðina í drep Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 20:42 Benedikt ávarpaði fylgismenn Viðreisnar á kosningahátíð flokksins í dag. Viðreisn „Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum. Kosningar 2017 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum.
Kosningar 2017 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira