Jón Daði: Frábært að hjálpa okkur að taka skref í átt að HM Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:12 Jón Daði Böðvarsson, maður leiksins gegn Tyrkjum í kvöld, var eðlilega ánægður en hélt sig á jörðinni í samtali við Vísi í leikslok. Selfyssingurinn var ánægður með sinn leik. „Ég er bara í núllinu. Það er er einn leikur eftir og maður er strax farinn að hugsa um hann,” sagði Jón Daði í kvöld. „Auðvitað er frábært að vinna Tyrki 3-0 á útivelli. Það koma ekkert mörg lið hingað og sækja þrjú stig, hvað þá 3-0. Frábært.” „Við vissum að pressan væri mest á þeim. Þeir urðu að vinna, við þurftum að vinna líka, en þeir á heimavelli og kröfur stuðningsmanna þeirra eru miklar á þá að vinna þennan leik.” „Ef hlutirnir ganga ekki upp þá fara stuðningsmenn að púa á þá og sýna þannig að þeir séu ekki sáttir. Það hjálpaði okkur og mér fannst við klókir að stjórna tímanum og halda boltanum. Mér fannst skipulagið vera tipp-topp í dag.” Jón Daði var frábær í kvöld; hann lagði upp tvö mörk, var sívinnandi og eðlilega var hann maður leiksins að mati Vísis í leikslok. Hann var ánægður með sinn leik. „Það er mikilvægt að þegar mörkin eru ekki til staðar að sýna aðra hluti og ég veit að það er mikið í mínum leik annað en mörk. Það er frábært að eiga þennan fína leik í dag og hjálpa okkur að taka annað skref í átt að HM.” Einn leikur er eftir í riðlinum og það er gegn Kósóvó hér heima á mánudag. Sigri Ísland hann fer liðið á HM 2018 í Rússlandi. Jón Daði var sammála að eitt verkefni væri eftir: „Það er bara þannig. Þetta er mjög spennandi og það er mikilvægt að núllstilla okkur strax. Það er langt flug framundan og það er mikilvægt að menn næri sig vel og endurheimti sem fyrst. Síðan stefnum við á toppleik heima,” sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35 Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, maður leiksins gegn Tyrkjum í kvöld, var eðlilega ánægður en hélt sig á jörðinni í samtali við Vísi í leikslok. Selfyssingurinn var ánægður með sinn leik. „Ég er bara í núllinu. Það er er einn leikur eftir og maður er strax farinn að hugsa um hann,” sagði Jón Daði í kvöld. „Auðvitað er frábært að vinna Tyrki 3-0 á útivelli. Það koma ekkert mörg lið hingað og sækja þrjú stig, hvað þá 3-0. Frábært.” „Við vissum að pressan væri mest á þeim. Þeir urðu að vinna, við þurftum að vinna líka, en þeir á heimavelli og kröfur stuðningsmanna þeirra eru miklar á þá að vinna þennan leik.” „Ef hlutirnir ganga ekki upp þá fara stuðningsmenn að púa á þá og sýna þannig að þeir séu ekki sáttir. Það hjálpaði okkur og mér fannst við klókir að stjórna tímanum og halda boltanum. Mér fannst skipulagið vera tipp-topp í dag.” Jón Daði var frábær í kvöld; hann lagði upp tvö mörk, var sívinnandi og eðlilega var hann maður leiksins að mati Vísis í leikslok. Hann var ánægður með sinn leik. „Það er mikilvægt að þegar mörkin eru ekki til staðar að sýna aðra hluti og ég veit að það er mikið í mínum leik annað en mörk. Það er frábært að eiga þennan fína leik í dag og hjálpa okkur að taka annað skref í átt að HM.” Einn leikur er eftir í riðlinum og það er gegn Kósóvó hér heima á mánudag. Sigri Ísland hann fer liðið á HM 2018 í Rússlandi. Jón Daði var sammála að eitt verkefni væri eftir: „Það er bara þannig. Þetta er mjög spennandi og það er mikilvægt að núllstilla okkur strax. Það er langt flug framundan og það er mikilvægt að menn næri sig vel og endurheimti sem fyrst. Síðan stefnum við á toppleik heima,” sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35 Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira
Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35
Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30