Argentínumenn í stórhættu á að missa af HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 10:30 Útlitið er ekki bjart fyrir Lionel Messi og félaga. Vísir/Getty Argentínska landsliðið er í sjötta sæti í undanriðli undankeppni HM í Suður-Ameríku fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli við Perú á heimavelli sínum í nótt. Argentína þarf að vinna lokaleikinn sinn á útivelli á móti Ekvador til að eiga möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Takist það ekki mun Argentína missa af HM en það hefur ekki gerst síðan á HM í Mexíkó 1970. Vinni argentínska landsliðið lokaleikinn sinn í Ekvador þá tryggir liðið sér umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi. Fjórar efstu þjóðirnar í Suður-Ameríku riðlinum komast beint inn á HM en liðið í fimmta sæti fer í umspilsleiki á móti Eyjaálfuþjóð. Lionel Messi var með argentínska landsliðinu í gær en það breytti ekki því að liðið skoraði ekki á heimavelli. Messi átti reyndar skot í stöngina í seinni hálfleik og fékk hrós frá þjálfaranum Jorge Sampaoli fyrir að gefa mikið af sér í leiknum. 49 þúsund manns mættu á leikinn á La Bombonera leikvanginn í Buenos Aries en gátu ekki öskrað sína menn til sigurs. Eftir leikinn eru einmitt Argentína og Perú jöfn að stigum (25) og markatalan er jöfn (+1) en lið Perú hefur skorað fleiri mörk og situr því í umræddu fimmta sæti. Argentínumenn eru í sjötta sæti og það sæti gefur ekki neitt. Það munar hinsvegar ekki miklu á liðunum og í raun aðeins fjórum stigum á liðunum í öðru og sjöunda sæti en Brasilíumenn eru á toppnum og komnir inn á HM. Úrúgvæ er í öðru sæti með 28 stig og Paragvæ er með 24 stig í sjöunda sætinu. Svo gæti því farið að sigur hjá Argentínumönnum í lokaleiknum gæti tryggt þeim eitt af fjórum öruggu sætunum á HM í Rússlandi. Leikurinn í Ekvador fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en hann er spilaður í 2900 metra hæð. Argentínumenn hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum þarna og gerðu jafntefli í þeim þriðja. Það má því vissulega hafa áhyggjur af Argentínumönnum sem mæta í þessar öfga aðstæður til að berjast fyrir sæti á HM í Rússlandi 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Argentínska landsliðið er í sjötta sæti í undanriðli undankeppni HM í Suður-Ameríku fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli við Perú á heimavelli sínum í nótt. Argentína þarf að vinna lokaleikinn sinn á útivelli á móti Ekvador til að eiga möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Takist það ekki mun Argentína missa af HM en það hefur ekki gerst síðan á HM í Mexíkó 1970. Vinni argentínska landsliðið lokaleikinn sinn í Ekvador þá tryggir liðið sér umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi. Fjórar efstu þjóðirnar í Suður-Ameríku riðlinum komast beint inn á HM en liðið í fimmta sæti fer í umspilsleiki á móti Eyjaálfuþjóð. Lionel Messi var með argentínska landsliðinu í gær en það breytti ekki því að liðið skoraði ekki á heimavelli. Messi átti reyndar skot í stöngina í seinni hálfleik og fékk hrós frá þjálfaranum Jorge Sampaoli fyrir að gefa mikið af sér í leiknum. 49 þúsund manns mættu á leikinn á La Bombonera leikvanginn í Buenos Aries en gátu ekki öskrað sína menn til sigurs. Eftir leikinn eru einmitt Argentína og Perú jöfn að stigum (25) og markatalan er jöfn (+1) en lið Perú hefur skorað fleiri mörk og situr því í umræddu fimmta sæti. Argentínumenn eru í sjötta sæti og það sæti gefur ekki neitt. Það munar hinsvegar ekki miklu á liðunum og í raun aðeins fjórum stigum á liðunum í öðru og sjöunda sæti en Brasilíumenn eru á toppnum og komnir inn á HM. Úrúgvæ er í öðru sæti með 28 stig og Paragvæ er með 24 stig í sjöunda sætinu. Svo gæti því farið að sigur hjá Argentínumönnum í lokaleiknum gæti tryggt þeim eitt af fjórum öruggu sætunum á HM í Rússlandi. Leikurinn í Ekvador fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en hann er spilaður í 2900 metra hæð. Argentínumenn hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum þarna og gerðu jafntefli í þeim þriðja. Það má því vissulega hafa áhyggjur af Argentínumönnum sem mæta í þessar öfga aðstæður til að berjast fyrir sæti á HM í Rússlandi 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira