Líkleg byrjunarlið á morgun: Kári gæti snúið aftur og Tyrkir í 4-4-2 Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 14:00 Íslenska liðið sem byrjaði síðasta leik. Vísir/Eyþór Eftir góðu fréttirnar af landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í dag verður hausverkur Heimis Hallgrímssonar að velja byrjunarliðið fyrir stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun aðeins minni. Það er þá í raun ein „laus“ staða en það er á öðrum vængnum. Þar sem Emil Hallfreðsson er í leikbanni er nær öruggt að Birkir Bjarnason verði með Aroni á miðjunni í 4-5-1 kerfinu og Gylfi Þór Sigurðsson fyrir framan þá. Birkir hefur áður leyst af á miðjunni, meðal annars í sigrinum gegn Tyrklandi í fyrra, og gert það vel. Jóhann Berg verður á sínum stað en þar sem Birkir færir sig inn á miðjuna fær væntanlega Arnór Ingvi Traustason eða Rúrik Gíslason tækifæri í byrjunarliðinu. Miðað við að Rúrik hefur verið að vinna sig framar í goggunarröðina og Arnór Ingvi ekki fengið sömu tækifærin og á síðasta ári reiknar Vísir með Rúrik á hinum kantinum. Jón Daði Böðvarsson spilaði gríðarlega vel í leiknum á móti Úkraínu eftir að Alfreð Finnbogason var í basli á móti Finnlandi en það virtist henta Gylfa Þór betur að hafa Jón Daða að vinna í kringum sig. Þannig fékk Gylfi meira að sjá boltann sem skilaði sér í tveimur mörkum. Kári Árnason var bekkjaður fyrir leikinn á móti Úkraínu eftir að vera alveg búinn eftir tapið í Finnlandi en hann var þá ekki í miklu leikformi. Sverrir Ingi Ingason spilaði stórvel á móti Úkraínu en líklegt þykir að Heimir haldi sig við miðvarðaparið Ragnar og Kára Árnason í þessum mikilvæga leik. Sverrir gæti þá aftur komið inn í liðið fyrir leikinn á móti Kósóvó á mánudaginn.Svona eru líkleg byrjunarlið að mati Vísis.vísirTvær breytingar hjá Tyrklandi Tyrkneskir blaðamenn sem íslenska pressan hefur rætt við eru ekki samstíga í því hvort þeirra menn stilli upp í 4-5-1 eða 4-4-2. Sumir hér í Eskisehir sjá fyrir sér 4-5-1 og að Burak Yilmaz, framherjinn öflugi, verði bekkjaður. Aftur á móti hefur Vísir fengið aðrar upplýsingar frá blaðamönnum í Istanbúl en þar var fullyrt í blaðinu Milliyet í dag að Mircea Lucescu, þjálfari Tyrklands, myndi halda sig við 4-4-2 kerfið sem gaf sigurinn á móti Króatíu. Rúmenski þjálfarinn, sem verður í leikbanni annað kvöld, veit að hann verður að skora mark eða mörk og vinna leikinn ætli hann að koma liðinu áfram og því er hann sagður ætla að stilla upp tveimur framherjum. Hann þarf að gera eina breytingu vegna leikbanns Hakans Calhanaglu og inn fyrir hann kemur á hægri kantinn Caglar Söyüncü, leikmaður Freiburg. Reynsluboltinn Emre Belezoglu kemur svo inn á miðjuna fyrir Besiktas-manninn Oguzhan Özyakup. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira
Eftir góðu fréttirnar af landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í dag verður hausverkur Heimis Hallgrímssonar að velja byrjunarliðið fyrir stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun aðeins minni. Það er þá í raun ein „laus“ staða en það er á öðrum vængnum. Þar sem Emil Hallfreðsson er í leikbanni er nær öruggt að Birkir Bjarnason verði með Aroni á miðjunni í 4-5-1 kerfinu og Gylfi Þór Sigurðsson fyrir framan þá. Birkir hefur áður leyst af á miðjunni, meðal annars í sigrinum gegn Tyrklandi í fyrra, og gert það vel. Jóhann Berg verður á sínum stað en þar sem Birkir færir sig inn á miðjuna fær væntanlega Arnór Ingvi Traustason eða Rúrik Gíslason tækifæri í byrjunarliðinu. Miðað við að Rúrik hefur verið að vinna sig framar í goggunarröðina og Arnór Ingvi ekki fengið sömu tækifærin og á síðasta ári reiknar Vísir með Rúrik á hinum kantinum. Jón Daði Böðvarsson spilaði gríðarlega vel í leiknum á móti Úkraínu eftir að Alfreð Finnbogason var í basli á móti Finnlandi en það virtist henta Gylfa Þór betur að hafa Jón Daða að vinna í kringum sig. Þannig fékk Gylfi meira að sjá boltann sem skilaði sér í tveimur mörkum. Kári Árnason var bekkjaður fyrir leikinn á móti Úkraínu eftir að vera alveg búinn eftir tapið í Finnlandi en hann var þá ekki í miklu leikformi. Sverrir Ingi Ingason spilaði stórvel á móti Úkraínu en líklegt þykir að Heimir haldi sig við miðvarðaparið Ragnar og Kára Árnason í þessum mikilvæga leik. Sverrir gæti þá aftur komið inn í liðið fyrir leikinn á móti Kósóvó á mánudaginn.Svona eru líkleg byrjunarlið að mati Vísis.vísirTvær breytingar hjá Tyrklandi Tyrkneskir blaðamenn sem íslenska pressan hefur rætt við eru ekki samstíga í því hvort þeirra menn stilli upp í 4-5-1 eða 4-4-2. Sumir hér í Eskisehir sjá fyrir sér 4-5-1 og að Burak Yilmaz, framherjinn öflugi, verði bekkjaður. Aftur á móti hefur Vísir fengið aðrar upplýsingar frá blaðamönnum í Istanbúl en þar var fullyrt í blaðinu Milliyet í dag að Mircea Lucescu, þjálfari Tyrklands, myndi halda sig við 4-4-2 kerfið sem gaf sigurinn á móti Króatíu. Rúmenski þjálfarinn, sem verður í leikbanni annað kvöld, veit að hann verður að skora mark eða mörk og vinna leikinn ætli hann að koma liðinu áfram og því er hann sagður ætla að stilla upp tveimur framherjum. Hann þarf að gera eina breytingu vegna leikbanns Hakans Calhanaglu og inn fyrir hann kemur á hægri kantinn Caglar Söyüncü, leikmaður Freiburg. Reynsluboltinn Emre Belezoglu kemur svo inn á miðjuna fyrir Besiktas-manninn Oguzhan Özyakup. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55
Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30