Erlent

Þrír bandarískir sérsveitarmenn féllu í Níger

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá þjálfun hermanna í Níger.
Frá þjálfun hermanna í Níger. Vísir/EPA
Þrír bandarískir sérsveitamenn féllu í skotbardaga í Níger í gær þegar þeir lentu í umsátri ásamt hermönnum stjórnvalda landsins. Tveir aðrir sérsveitarmenn eru sagðir hafa særst en þetta er fyrstu bandarísku hermennirnir sem falla í bardaga í Níger. Fyrr á árinu dó einn hermaður í umferðarslysi.

Bandaríkin hafa verið að auka umsvif sín í Níger á undanförnum árum, þar sem herinn berst gegn hryðjuverkasamtökum með tengsl við al-Qaeda. Sérsveitarmenn hafa verið að þjálfa hermenn Níger en ekki liggur fyrir hvernig það æxlaðist að mennirnir lentu í átökum, samkvæmt frétt Washington Post.

AP fréttaveitan segir árásina hafa átt sér stað norður af Niamey, höfuðborg Níger, nærri landamærum Malí.

Auk þess að hafa fjölgað hermönnum á svæðinu eru Bandaríkin að byggja flugstöð í borginni Agadez. en til stendur að fljúga drónum þaðan. Borgin er í miðri Sahara eyðimörkinni og er hægt að fljúga drónum þaðan til Líbíu, Malí og fleiri ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×