Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 20:30 Strákarnir okkar æfðu í síðasta sinn á glæsilegum keppnisvellinum í Eskisehir í hádeginu í dag eftir blaðamannafund Heimis og Arons. Undirbúningur hefur verið góður en Heimir Hallgrímsson er bæði að undirbúa liðið fyrir fótboltann og stemninguna sem verður á vellinum á morgun en það verða brjáluð læti og óvinvætt andrúmsloft. „Þetta er líka bara sálfræðilegt. Það finnst öllum gaman að spila leiki á völlum þar sem er brjáluð stemning. Við skiljum hvort sem er ekkert hvort þeir eru að öskra áfram Ísland eða áfram Tyrkland. Við bara hugsum þetta bara eins og það sé stemning á vellinum og við ætlum að taka þá orku og láta það hjálpa okkur en ekki öfugt,“ sagði Heimir við íþróttadeild fyrir æfingu liðsins í dag. „Við erum með skýra hugmynd um hvað við ætlum að gera. Það er erfitt að lesa í Tyrkina bæði er varðar mannskap og leikaðferð. Þeir áttu góðan leik síðast og Lucescu er fastheldinn þjálfari þannig að við reiknum fastlega með því að þetta verði svipað og ég gegn Króatíu,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun er enn einn sem kalla má stærsta leikinn í sögunni því gullpotturinn handan regnbogans er auðvitað farseðill á sjálft heimsmeistaramótið á næsta ári. Það eru þó tveir leikir eftir, ekki bara þessi Tyrklandsleikur, og Heimir hefur engar áhyggjur af því að strákarnir séu að fara eitthvað fram úr sér. „Þessir strákar eru vanir því að spila mikilvæga úrslitaleiki. Þeir vita allir hvað er í húfi. Það er miklu meira en bara að komast til Rússlands í þessari viku. Þeir vita hvað er í húfi og það er enginn að fara fram úr sér. Það er af og frá,“ segir Heimir. „VIð þurfum bara helst að passa það að menn verði ekki of metnaðarfullir og reyni að gera of mikið. Frekar að vera skynsamir. Við þurfum að vera skynsamir gegn Tyrkjum því leikirnir þeirra leysast oft upp og við verðum að vera skipulagðir. Við erum góðir í skipulaginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Strákarnir okkar æfðu í síðasta sinn á glæsilegum keppnisvellinum í Eskisehir í hádeginu í dag eftir blaðamannafund Heimis og Arons. Undirbúningur hefur verið góður en Heimir Hallgrímsson er bæði að undirbúa liðið fyrir fótboltann og stemninguna sem verður á vellinum á morgun en það verða brjáluð læti og óvinvætt andrúmsloft. „Þetta er líka bara sálfræðilegt. Það finnst öllum gaman að spila leiki á völlum þar sem er brjáluð stemning. Við skiljum hvort sem er ekkert hvort þeir eru að öskra áfram Ísland eða áfram Tyrkland. Við bara hugsum þetta bara eins og það sé stemning á vellinum og við ætlum að taka þá orku og láta það hjálpa okkur en ekki öfugt,“ sagði Heimir við íþróttadeild fyrir æfingu liðsins í dag. „Við erum með skýra hugmynd um hvað við ætlum að gera. Það er erfitt að lesa í Tyrkina bæði er varðar mannskap og leikaðferð. Þeir áttu góðan leik síðast og Lucescu er fastheldinn þjálfari þannig að við reiknum fastlega með því að þetta verði svipað og ég gegn Króatíu,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun er enn einn sem kalla má stærsta leikinn í sögunni því gullpotturinn handan regnbogans er auðvitað farseðill á sjálft heimsmeistaramótið á næsta ári. Það eru þó tveir leikir eftir, ekki bara þessi Tyrklandsleikur, og Heimir hefur engar áhyggjur af því að strákarnir séu að fara eitthvað fram úr sér. „Þessir strákar eru vanir því að spila mikilvæga úrslitaleiki. Þeir vita allir hvað er í húfi. Það er miklu meira en bara að komast til Rússlands í þessari viku. Þeir vita hvað er í húfi og það er enginn að fara fram úr sér. Það er af og frá,“ segir Heimir. „VIð þurfum bara helst að passa það að menn verði ekki of metnaðarfullir og reyni að gera of mikið. Frekar að vera skynsamir. Við þurfum að vera skynsamir gegn Tyrkjum því leikirnir þeirra leysast oft upp og við verðum að vera skipulagðir. Við erum góðir í skipulaginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55