Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 09:30 „Það er spenna í mönnum. Við getum ekki beðið eftir því að stíga inn á völlinn í þessari tyrknesku stemningu.“ Þetta segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, fyrir leik Íslands á móti Tyrklandi í undankeppni HM 2018 sem fram fer í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar spiluðu í brjálaðri stemningu í Tyrklandi fyrir tveimur árum og búa að þeirri reynslu. „Við vitum hvernig andrúmsloftið er hérna. Tyrkland er líka með gífurlega sterkt landslið, sérstaklega á heimavelli. Við munum eftir leiknum síðast þar sem við vorum óheppnir að tapa. Það verður spenna þarna og menn vilja spila í þannig umhverfi,“ segir Jón Daði. Framherjinn kraftmikli var á bekknum á móti Finnlandi í síðustu landsleikjaviku en kom sterkur inn í byrjunarliðið í sigrinum á móti Úkraínu. „Það er alltaf gott að byrja leiki og spila fyrir landsliðið. Þá ertu alltaf léttari og glaðari en þegar allt kemur til alls er þetta liðsíþrótt. Hvort sem þú byrjar eða ekki þá er alltaf gaman að spila fyrir þetta frábæra landslið,“ segir Jón Daði sem fagnar þessari miklu samkeppni hjá liðinu. „Maður vill vera með samherjana á hælunum á sér og að þeir pressi á hvorn annan. Það er enginn með öruggt sæti í þessu landsliði. Það ýtir við rassinum á mönnum að vera betri og bæta sig.“Jón Daði í leik með ÍslandiVísir/gettyJón Daði gekk í raðir Reading í sumar þar sem hann hefur verið að spila vel að undanförnu. Er hann sáttur með fyrstu vikurnar þar? „Já og nei. Árangur liðsins er ekki upp á marga fiska en ég er að spila vel og það er það sem skiptir öllu máli. Mér líður vel þarna. Reading er flottur bær þannig utan boltans líður mér vel sem er mikilvægt. Ég er bara virkilega sáttur með gang mála þarna,“ segir Jón Daði sem hefur verið að koma inn af bekknum í undanförnum leikjum. „Ég er ekki sáttur að vera á bekknum. Maður vill samt ekki vera einhver fáviti og þykjast vita allt. Mér finnst ég vera að spila vel þrátt fyrir að vera bekkjaður. Það eina sem maður getur gert er að einbeita sér að sjálfum sér og vera klár þegar að kallið kemur.“ Framherjinn skoraði mark á dögunum sem hann tileinkaði móður sinni eftir leik en það er góð og gild ástæða fyrir því. Það sem var enn betra er að móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, var á vellinum þegar Jón Daði skoraði markið. „Það var sérstaklega sætt. Hún átti þetta fyllilega skilið. Mamma er búin að vera að berjast við veikindi heima en það hefur allt gengið vel og er allt á réttri leið. Það var bara gaman að hún var á vellinum og enn betra að skora og því tileinka henni markið. Það gerði daginn frábæran,“ segir Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
„Það er spenna í mönnum. Við getum ekki beðið eftir því að stíga inn á völlinn í þessari tyrknesku stemningu.“ Þetta segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, fyrir leik Íslands á móti Tyrklandi í undankeppni HM 2018 sem fram fer í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar spiluðu í brjálaðri stemningu í Tyrklandi fyrir tveimur árum og búa að þeirri reynslu. „Við vitum hvernig andrúmsloftið er hérna. Tyrkland er líka með gífurlega sterkt landslið, sérstaklega á heimavelli. Við munum eftir leiknum síðast þar sem við vorum óheppnir að tapa. Það verður spenna þarna og menn vilja spila í þannig umhverfi,“ segir Jón Daði. Framherjinn kraftmikli var á bekknum á móti Finnlandi í síðustu landsleikjaviku en kom sterkur inn í byrjunarliðið í sigrinum á móti Úkraínu. „Það er alltaf gott að byrja leiki og spila fyrir landsliðið. Þá ertu alltaf léttari og glaðari en þegar allt kemur til alls er þetta liðsíþrótt. Hvort sem þú byrjar eða ekki þá er alltaf gaman að spila fyrir þetta frábæra landslið,“ segir Jón Daði sem fagnar þessari miklu samkeppni hjá liðinu. „Maður vill vera með samherjana á hælunum á sér og að þeir pressi á hvorn annan. Það er enginn með öruggt sæti í þessu landsliði. Það ýtir við rassinum á mönnum að vera betri og bæta sig.“Jón Daði í leik með ÍslandiVísir/gettyJón Daði gekk í raðir Reading í sumar þar sem hann hefur verið að spila vel að undanförnu. Er hann sáttur með fyrstu vikurnar þar? „Já og nei. Árangur liðsins er ekki upp á marga fiska en ég er að spila vel og það er það sem skiptir öllu máli. Mér líður vel þarna. Reading er flottur bær þannig utan boltans líður mér vel sem er mikilvægt. Ég er bara virkilega sáttur með gang mála þarna,“ segir Jón Daði sem hefur verið að koma inn af bekknum í undanförnum leikjum. „Ég er ekki sáttur að vera á bekknum. Maður vill samt ekki vera einhver fáviti og þykjast vita allt. Mér finnst ég vera að spila vel þrátt fyrir að vera bekkjaður. Það eina sem maður getur gert er að einbeita sér að sjálfum sér og vera klár þegar að kallið kemur.“ Framherjinn skoraði mark á dögunum sem hann tileinkaði móður sinni eftir leik en það er góð og gild ástæða fyrir því. Það sem var enn betra er að móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, var á vellinum þegar Jón Daði skoraði markið. „Það var sérstaklega sætt. Hún átti þetta fyllilega skilið. Mamma er búin að vera að berjast við veikindi heima en það hefur allt gengið vel og er allt á réttri leið. Það var bara gaman að hún var á vellinum og enn betra að skora og því tileinka henni markið. Það gerði daginn frábæran,“ segir Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00