Sveinn Gestur í gæsluvarðhaldi til 26. október Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. október 2017 15:58 Sveinn Gestur Tryggvason í héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur staðfesti í dag að Sveinn Gestur Tryggvason sitji í gæsluvarðhaldi til 26. október næstkomandi. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 8. júní síðastliðnum. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Hann hefur ávallt neitað sök í málinu og þá hafnaði hann einnig bótakröfu í málinu við þingfestingu þess þann 14. september. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 28. september og hefur Hæstiréttur nú staðfest þann úrskurð. Sveinn Gestur er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Fjórum var fljótlega sleppt og þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, nokkrum vikum síðar eftir að Hæstiréttur neitaði að fallast á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Sveinn Gestur og Jón Trausti voru báðir í einangrun í nokkra daga á meðan gæsluvarðhaldsvist þeirra stóð. Málið var upphaflega rannsakað sem manndráp, líkt og fram kemur í eldri gæsluvarðhaldsúrskurðum, en eins og áður segir hefur saksóknari nú ákveðið að ákæra fyrir stórfellda líkamsárás. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Sveinn Gestur neitar sök Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn. 14. september 2017 10:45 Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Sveinn Gestur Tryggvason hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur. Hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. 31. ágúst 2017 10:09 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag að Sveinn Gestur Tryggvason sitji í gæsluvarðhaldi til 26. október næstkomandi. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 8. júní síðastliðnum. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Hann hefur ávallt neitað sök í málinu og þá hafnaði hann einnig bótakröfu í málinu við þingfestingu þess þann 14. september. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 28. september og hefur Hæstiréttur nú staðfest þann úrskurð. Sveinn Gestur er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Fjórum var fljótlega sleppt og þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, nokkrum vikum síðar eftir að Hæstiréttur neitaði að fallast á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Sveinn Gestur og Jón Trausti voru báðir í einangrun í nokkra daga á meðan gæsluvarðhaldsvist þeirra stóð. Málið var upphaflega rannsakað sem manndráp, líkt og fram kemur í eldri gæsluvarðhaldsúrskurðum, en eins og áður segir hefur saksóknari nú ákveðið að ákæra fyrir stórfellda líkamsárás.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Sveinn Gestur neitar sök Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn. 14. september 2017 10:45 Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Sveinn Gestur Tryggvason hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur. Hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. 31. ágúst 2017 10:09 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00
Sveinn Gestur neitar sök Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn. 14. september 2017 10:45
Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Sveinn Gestur Tryggvason hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur. Hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. 31. ágúst 2017 10:09
Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00