Kjóstu menntun 28. október Ragna Sigurðardóttir skrifar 2. október 2017 09:00 Þann 14. september síðastliðinn setti Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað greinaskriftarátak vegna undirfjármögnunar háskóla á Íslandi eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018. Daginn eftir sprakk ríkisstjórnin. Stúdentaráð stöðvaði því greinaskrif tímabundið þar sem ýmislegt, þar á meðal fjárlög, voru í óvissu. Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. Stúdentaráð hefur því blásið á ný til átaks vegna undirfjármögnunar háskólanna og í þetta sinn í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta. Fulltrúar allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema erlendis munu því skrifa greinar á næstu dögum og vikum um málefni sem standa þeim nærri. Íslenskt háskólakerfi fær ekki þá athygli og fjármögnun sem til þarf og stjórnvöld verða að stíga alvöru skref til þess að kerfið þjóni bæði nemendum og samfélaginu sem skyldi. Eins og kunnugt er hefur aðgengi að menntun og menntunarstig þjóða bein áhrif ekki aðeins á efnahag, heldur líka á gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga sem er til hagsbóta fyrir samfélagið.1,2Það er því kominn tími til að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti. Til þess þarf metnað stjórnvalda. Í komandi kosningum teljum við í Stúdentaráði að mikilvægt sé að hafa skýra framtíðarsýn fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur því stjórnmálaflokka á Íslandi til að beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október. #kjóstumenntun. 1Barr, N. (2012). The Economics of the Welfare State (5. útgáfa). New York, New York: Oxford University Press. 2Brennan, J., Durazzi, N., og Séné T. (2013, 21. október). Things we know and don't know about the Wider Benefits of Higher Education: A review of the recent literature. BIS research paper number 133 - Department for Business Innovation & Skills. Sótt 1. október 2017 af https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/251011/bis-13-1244-things-we-know-and-dont-know-about-the-wider-benefits-of-higher-education.pdf Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 14. september síðastliðinn setti Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað greinaskriftarátak vegna undirfjármögnunar háskóla á Íslandi eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018. Daginn eftir sprakk ríkisstjórnin. Stúdentaráð stöðvaði því greinaskrif tímabundið þar sem ýmislegt, þar á meðal fjárlög, voru í óvissu. Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. Stúdentaráð hefur því blásið á ný til átaks vegna undirfjármögnunar háskólanna og í þetta sinn í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta. Fulltrúar allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema erlendis munu því skrifa greinar á næstu dögum og vikum um málefni sem standa þeim nærri. Íslenskt háskólakerfi fær ekki þá athygli og fjármögnun sem til þarf og stjórnvöld verða að stíga alvöru skref til þess að kerfið þjóni bæði nemendum og samfélaginu sem skyldi. Eins og kunnugt er hefur aðgengi að menntun og menntunarstig þjóða bein áhrif ekki aðeins á efnahag, heldur líka á gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga sem er til hagsbóta fyrir samfélagið.1,2Það er því kominn tími til að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti. Til þess þarf metnað stjórnvalda. Í komandi kosningum teljum við í Stúdentaráði að mikilvægt sé að hafa skýra framtíðarsýn fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur því stjórnmálaflokka á Íslandi til að beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október. #kjóstumenntun. 1Barr, N. (2012). The Economics of the Welfare State (5. útgáfa). New York, New York: Oxford University Press. 2Brennan, J., Durazzi, N., og Séné T. (2013, 21. október). Things we know and don't know about the Wider Benefits of Higher Education: A review of the recent literature. BIS research paper number 133 - Department for Business Innovation & Skills. Sótt 1. október 2017 af https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/251011/bis-13-1244-things-we-know-and-dont-know-about-the-wider-benefits-of-higher-education.pdf Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar