Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í Norrænu Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2017 18:30 Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði en úr magninu er hægt að framleiða vel á annað hundrað kíló af amfetamíndufti. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tollverðir fundu amfetamínbasa sem var falinn í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi þó ekki gefa upp nákvæmt magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega 11 lítra af basanum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti.Aðeins einu sinni verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasaEftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Austurlandi, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Ökumaður bílsins var erlendur karlmaður en með honum í för var annar karlmaður frá sama landi. Báðir eru þeir á sextugsaldri. Mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í gær og voru þeir færðir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga til viðbótar. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði en úr magninu er hægt að framleiða vel á annað hundrað kíló af amfetamíndufti. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tollverðir fundu amfetamínbasa sem var falinn í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi þó ekki gefa upp nákvæmt magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega 11 lítra af basanum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti.Aðeins einu sinni verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasaEftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Austurlandi, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Ökumaður bílsins var erlendur karlmaður en með honum í för var annar karlmaður frá sama landi. Báðir eru þeir á sextugsaldri. Mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í gær og voru þeir færðir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga til viðbótar.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53