Segir lendingu Primera Air í Alicante hafa verið svakalega: „Ég hef aldrei lent í öðru eins“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 16:59 Mynd sem Sturla tók af viðbúnaðinum á Alicante-flugvelli fyrr í dag. Sturla Helgi Magnússon Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51