Segir lendingu Primera Air í Alicante hafa verið svakalega: „Ég hef aldrei lent í öðru eins“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 16:59 Mynd sem Sturla tók af viðbúnaðinum á Alicante-flugvelli fyrr í dag. Sturla Helgi Magnússon Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51