Hvað getur ferðaþjónustan lært af fótboltanum? Helga Árnadóttir skrifar 14. október 2017 12:06 Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári. Ekki má heldur gleyma frábærum árangri stelpnanna okkar sem hafa verið fastagestir á EM síðustu ár. Fyrir fáum árum hefði engan grunað að jafn fámenn þjóð eins og Ísland er ætti eftir að ná slíkum árangri enda er eftir honum tekið um allan heim. En hver er lykillinn að þessum frábæra árangri? Hugarfarið og samtakamátturinn hefur vissulega komið okkur langt, en það er fleira sem kemur til. Með markvissri uppbyggingu innviða á undanförnum árum, svo sem byggingu knattspyrnuhúsa, sparkvalla um land allt og menntun þjálfara, hefur verið lagður traustur grunnur til að byggja á. Framtíðarsýnin er skýr og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Setjum þetta í samhengi við ferðaþjónustuna. Hvernig getum við lært af því sem vel hefur verið gert í fótboltanum? Í ferðaþjónustunni eru markmiðin að ákveðnu leyti skýr. Við viljum efla atvinnugreinina um allt land, allan ársins hring. Við viljum byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og þannig ferðaþjónustulandið Ísland sem gott er að búa í. Þannig eykst framleiðni greinarinnar, álag verður jafnara og samfélagsgrunnur og byggð í landinu er treyst. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ekki nægjanlega skýrar og markviss uppbygging innviða liggur ekki fyrir. Við þurfum að stórefla samgöngukerfið, sem er lífæð ferðaþjónustunnar og landsbyggðarinnar allrar. Hvernig ætlum við að byggja upp áhugaverða staði um allt land? Hvernig tryggjum við sjálfbæra ferðaþjónustu? Hvað með heildarupplifun ferðamannsins? Hvernig eflum við samtakamáttinn og fáum alla hagaðila til að ganga í takt? Á undanförnum árum höfum við upplifað gríðarlegan vöxt í komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessum mikla vexti fylgja vissulega áskoranir og við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Við Íslendingar erum góðir gestgjafar, við búum á ævintýraeyju sem býður upp á stórkostleg tækifæri til enn frekari sóknar. Eftir leikinn fræga þar sem HM sætið var tryggt var eftirtektarvert hvernig leikmenn og þjálfari tjáðu sig í fjölmiðlum. Þar voru lykilorðin samheldni allra og skýr markmið. Framlag allra væri jafn mikilvægt, jafnt leikmanna, þjálfara, starfsfólks og ekki síst stuðningsmanna. Allir lögðu sig fram af heilum hug, sem liðsheild með fulla trú á markmiðinu. Tökum okkur knattspyrnuna til fyrirmyndar og treystum þann grunn sem þarf til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á sjálfbæran hátt. Við eigum mikið undir að vel gangi í ferðaþjónustu hér á landi og þar þurfa allir að taka höndum saman – stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnugreinin sjálf og landsmenn allir.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Kosningar 2017 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári. Ekki má heldur gleyma frábærum árangri stelpnanna okkar sem hafa verið fastagestir á EM síðustu ár. Fyrir fáum árum hefði engan grunað að jafn fámenn þjóð eins og Ísland er ætti eftir að ná slíkum árangri enda er eftir honum tekið um allan heim. En hver er lykillinn að þessum frábæra árangri? Hugarfarið og samtakamátturinn hefur vissulega komið okkur langt, en það er fleira sem kemur til. Með markvissri uppbyggingu innviða á undanförnum árum, svo sem byggingu knattspyrnuhúsa, sparkvalla um land allt og menntun þjálfara, hefur verið lagður traustur grunnur til að byggja á. Framtíðarsýnin er skýr og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Setjum þetta í samhengi við ferðaþjónustuna. Hvernig getum við lært af því sem vel hefur verið gert í fótboltanum? Í ferðaþjónustunni eru markmiðin að ákveðnu leyti skýr. Við viljum efla atvinnugreinina um allt land, allan ársins hring. Við viljum byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og þannig ferðaþjónustulandið Ísland sem gott er að búa í. Þannig eykst framleiðni greinarinnar, álag verður jafnara og samfélagsgrunnur og byggð í landinu er treyst. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ekki nægjanlega skýrar og markviss uppbygging innviða liggur ekki fyrir. Við þurfum að stórefla samgöngukerfið, sem er lífæð ferðaþjónustunnar og landsbyggðarinnar allrar. Hvernig ætlum við að byggja upp áhugaverða staði um allt land? Hvernig tryggjum við sjálfbæra ferðaþjónustu? Hvað með heildarupplifun ferðamannsins? Hvernig eflum við samtakamáttinn og fáum alla hagaðila til að ganga í takt? Á undanförnum árum höfum við upplifað gríðarlegan vöxt í komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessum mikla vexti fylgja vissulega áskoranir og við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Við Íslendingar erum góðir gestgjafar, við búum á ævintýraeyju sem býður upp á stórkostleg tækifæri til enn frekari sóknar. Eftir leikinn fræga þar sem HM sætið var tryggt var eftirtektarvert hvernig leikmenn og þjálfari tjáðu sig í fjölmiðlum. Þar voru lykilorðin samheldni allra og skýr markmið. Framlag allra væri jafn mikilvægt, jafnt leikmanna, þjálfara, starfsfólks og ekki síst stuðningsmanna. Allir lögðu sig fram af heilum hug, sem liðsheild með fulla trú á markmiðinu. Tökum okkur knattspyrnuna til fyrirmyndar og treystum þann grunn sem þarf til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á sjálfbæran hátt. Við eigum mikið undir að vel gangi í ferðaþjónustu hér á landi og þar þurfa allir að taka höndum saman – stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnugreinin sjálf og landsmenn allir.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun