KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 09:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýrðu saman íslenska landsliðinu þar til í fyrra. Vísir/stefán Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, væri mögulega ekki lengur tengdur landsliðinu hefði Lars Lagerbäck samið aftur við KSÍ árið 2016 þegar sambandið reyndi að fá hann til að vera áfram. Þetta kemur fram í helgarviðtali DV við Heimi þar sem hann segir að þáverandi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hafi farið á bakvið hann með því að reyna að semja aftur við Lagerbäck. Þegar KSÍ samdi aftur við Heimi fyrir undankeppni EM 2016 var það klárt að eftir Evrópumótið myndi Lars stíga til hliðar og Heimir yrði einn aðalþjálfari liðsins. Eyjamanninum stóðu aðrir kostir til boða en honum leist vel á að taka eina undankeppni með Lars til viðbótar og verða svo landsliðsþjálfari. „Ég hefði líklega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningnum mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samningur orðinn marklaus,“ sagði Heimir í viðtalinu við DV en brot úr því birtist einnig á 433.is. Aðspurður hvort Geir Þorsteinsson hafi hreinlega farið á bakvið sig með því að reyna að semja aftur við Lars segir Heimir: „Já mér fannst það. Auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur [...] Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbúinn til þess, “ segir Heimir Hallgrímsson. X HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, væri mögulega ekki lengur tengdur landsliðinu hefði Lars Lagerbäck samið aftur við KSÍ árið 2016 þegar sambandið reyndi að fá hann til að vera áfram. Þetta kemur fram í helgarviðtali DV við Heimi þar sem hann segir að þáverandi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hafi farið á bakvið hann með því að reyna að semja aftur við Lagerbäck. Þegar KSÍ samdi aftur við Heimi fyrir undankeppni EM 2016 var það klárt að eftir Evrópumótið myndi Lars stíga til hliðar og Heimir yrði einn aðalþjálfari liðsins. Eyjamanninum stóðu aðrir kostir til boða en honum leist vel á að taka eina undankeppni með Lars til viðbótar og verða svo landsliðsþjálfari. „Ég hefði líklega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningnum mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samningur orðinn marklaus,“ sagði Heimir í viðtalinu við DV en brot úr því birtist einnig á 433.is. Aðspurður hvort Geir Þorsteinsson hafi hreinlega farið á bakvið sig með því að reyna að semja aftur við Lars segir Heimir: „Já mér fannst það. Auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur [...] Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbúinn til þess, “ segir Heimir Hallgrímsson. X
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00
Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00
Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30