Jóhann Berg í viðtali á Sky Sport um afrek íslenska landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 16:49 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu á móti Kósóvó. Vísir/Eyþór Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM í Rússlandi. Jóhann Berg hafði ekki skorað í 34 landsleikjum í röð þegar hann kom Íslandi í 1-0 úti í Tyrklandi og gulltryggði síðan sigurinn með seinna markinu á móti Kósóvó á mánudagskvöldið. Jóhann Berg er nú kominn aftur til Burnley þar sem framundan eru leikir í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports fékk hinsvegar viðtal við okkar mann og hefur nú birt það á heimasíðu sinni. „Það er ótrúlegt að við séum komnir inn á HM og það var líka sérstakt að ná því á okkar heimavelli,“ segir Jóhann Berg við Sky Sports. „Það er stórkostlegt að Ísland sé komið inn á heimsmeistaramótið og sé fámennasta þjóðin sem hafi afrekað slíkt. Við erum því komnir inn í sögubækurnar. Þetta var frábær stund,“ sagði Jóhann Berg. „Við vorum líka að fara upp úr erfiðum riðli og við stóðum okkur því mjög vel,“ sagði Jóhann Berg. „Það héldu örugglega margir að við værum búnir að ná okkar besta árangri á Evrópumótinu og nú væri þetta ævintýri búið. Það er bara eitt lið sem kemst beint inn á HM úr hverjum riðli og umspilið er líka mjög erfitt. Ég held að við höfum verið í eina riðlinum þar sem voru fjórar þjóðir sem voru á EM. Þetta var því mjög erfiður riðill,“ sagði Jóhann Berg. „Við töpuðum ekki leik á heimavelli og það var mjög mikilvægt,“ sagði Jóhann Berg en sá hann þetta fyrir sér þegar hann var lítill strákur? „Það var draumurinn en það var erfitt að sjá hann ganga upp. Það var magnað afrek að komast á EM en nú verður heimsmeistaramótið enn stærra,“ sagði Jóhann Berg. „Þegar ég var lítill þá horfði ég á EM, HM og ensku úrvalsdeildina. Ég er núna búinn að ná að spila á tveimur þessum keppnum og vonandi fæ ég tækifæri næsta sumar að spila í þriðju keppninni,“ sagði Jóhann en það má sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM í Rússlandi. Jóhann Berg hafði ekki skorað í 34 landsleikjum í röð þegar hann kom Íslandi í 1-0 úti í Tyrklandi og gulltryggði síðan sigurinn með seinna markinu á móti Kósóvó á mánudagskvöldið. Jóhann Berg er nú kominn aftur til Burnley þar sem framundan eru leikir í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports fékk hinsvegar viðtal við okkar mann og hefur nú birt það á heimasíðu sinni. „Það er ótrúlegt að við séum komnir inn á HM og það var líka sérstakt að ná því á okkar heimavelli,“ segir Jóhann Berg við Sky Sports. „Það er stórkostlegt að Ísland sé komið inn á heimsmeistaramótið og sé fámennasta þjóðin sem hafi afrekað slíkt. Við erum því komnir inn í sögubækurnar. Þetta var frábær stund,“ sagði Jóhann Berg. „Við vorum líka að fara upp úr erfiðum riðli og við stóðum okkur því mjög vel,“ sagði Jóhann Berg. „Það héldu örugglega margir að við værum búnir að ná okkar besta árangri á Evrópumótinu og nú væri þetta ævintýri búið. Það er bara eitt lið sem kemst beint inn á HM úr hverjum riðli og umspilið er líka mjög erfitt. Ég held að við höfum verið í eina riðlinum þar sem voru fjórar þjóðir sem voru á EM. Þetta var því mjög erfiður riðill,“ sagði Jóhann Berg. „Við töpuðum ekki leik á heimavelli og það var mjög mikilvægt,“ sagði Jóhann Berg en sá hann þetta fyrir sér þegar hann var lítill strákur? „Það var draumurinn en það var erfitt að sjá hann ganga upp. Það var magnað afrek að komast á EM en nú verður heimsmeistaramótið enn stærra,“ sagði Jóhann Berg. „Þegar ég var lítill þá horfði ég á EM, HM og ensku úrvalsdeildina. Ég er núna búinn að ná að spila á tveimur þessum keppnum og vonandi fæ ég tækifæri næsta sumar að spila í þriðju keppninni,“ sagði Jóhann en það má sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira