Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Þorsteinn Víglundsson skrifar 13. október 2017 07:00 Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. Hin hliðin á kynbundnum launamun er sá launamunur sem telst útskýrður og enn stendur í tæpum 8%. Helsta skýringin er að vinnumarkaðurinn er kynbundinn, þar sem fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Þessar hefðbundnu kvennastéttir vinna störf sem við erum öll sammála um að gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra starfsstétta. Þær hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sameiginlega aðkomu hins opinbera sem launagreiðanda og allra stéttarfélaga, á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Meta þarf umfang þessa launamunar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefðbundinna víxlhækkana launa. Verkalýðshreyfingin verður þar að vera samstiga um að þessar sértæku hækkanir verði ekki grunnur að launakröfum annarra stétta. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman um að fjármagna skuli þessar lagfæringar. Hlutverk stjórnmálanna verður að leiða þetta samtal. Þar verður ekki framhjá því litið að hið opinbera ber ábyrgð sem launagreiðandi margra þessara stétta. Það er nefnilega ekki lögmál að svona þurfi staðan að vera. Viðreisn kom jafnlaunavottun á dagskrá stjórnmálanna fyrir ári. Við viljum nú beina kastljósinu að kjörum kvennastétta. Þetta óréttlæti hefur afleiðingar sem samfélagið finnur fyrir. Það er viðvarandi vandamál að manna stöður í leikskólum, skólum og á heilbrigðisstofnunum. Uppbygging þessara grunnstoða verður að fara saman við átak í kjaramálum þessara hópa. Viðreisn telur þetta mál vera næsta stóra skrefið í að eyða kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði. Og fyrir þessu ætlum við að beita okkur. Höfundur er félags- og jafnfréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. Hin hliðin á kynbundnum launamun er sá launamunur sem telst útskýrður og enn stendur í tæpum 8%. Helsta skýringin er að vinnumarkaðurinn er kynbundinn, þar sem fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Þessar hefðbundnu kvennastéttir vinna störf sem við erum öll sammála um að gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra starfsstétta. Þær hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sameiginlega aðkomu hins opinbera sem launagreiðanda og allra stéttarfélaga, á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Meta þarf umfang þessa launamunar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefðbundinna víxlhækkana launa. Verkalýðshreyfingin verður þar að vera samstiga um að þessar sértæku hækkanir verði ekki grunnur að launakröfum annarra stétta. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman um að fjármagna skuli þessar lagfæringar. Hlutverk stjórnmálanna verður að leiða þetta samtal. Þar verður ekki framhjá því litið að hið opinbera ber ábyrgð sem launagreiðandi margra þessara stétta. Það er nefnilega ekki lögmál að svona þurfi staðan að vera. Viðreisn kom jafnlaunavottun á dagskrá stjórnmálanna fyrir ári. Við viljum nú beina kastljósinu að kjörum kvennastétta. Þetta óréttlæti hefur afleiðingar sem samfélagið finnur fyrir. Það er viðvarandi vandamál að manna stöður í leikskólum, skólum og á heilbrigðisstofnunum. Uppbygging þessara grunnstoða verður að fara saman við átak í kjaramálum þessara hópa. Viðreisn telur þetta mál vera næsta stóra skrefið í að eyða kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði. Og fyrir þessu ætlum við að beita okkur. Höfundur er félags- og jafnfréttismálaráðherra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun